KVENNABLAÐIÐ

Faðir lét dóttur sína, „eineltissegg,“ ganga í skólann sem refsingu

Faðir frá Ohioríki, Bandaríkjunum, sem lét dóttur sína (geranda í eineltismáli) ganga átta kílómetra leið í skólann sem refsingu, hefur vakið upp mikla umræðu um uppeldi.

Kirsten, tíu ára, var vikið úr skóla í þrjá daga eftir að hafa lagt nemanda í einelti í skólabílnum. Það var þá sem faðir hennar, Matt Cox, ákvað að kenna henni lexíu.

Hann lét hana labba í skólann á köldum degi á meðan hann elti hana í bílnum sínum.

Auglýsing

Í þessu meðfylgjandi myndskeiði er aðeins 2°C stiga hiti. Hann eltir dóttur sína og talar um einelti og réttindi geranda: „Einelti er óásættanlegt. Þetta er mín litla leið til að reyna að stöðva það á mínu heimili“

Matt segir að mörg börn telji það sjálfsagt að taka skólabílinn á morgnana eða séu keyrð í skólann: „Ég veit að fullt af foreldrum eiga ekki eftir að samþykkja þetta og það finnst mér bara allt í lagi,“ segir hann.

„Það sem ég er að gera finnst mér rétt til að kenna dóttur minni lexíu og láta hana hætta að leggja fólk í einelti.“

Auglýsing

Faðir hennar lét hana labba þrjá daga í skólann því hún var rekin úr skólabílnum vegna gjörða sinna. Kirstin hefur nú sagt í viðtali við WTVG News að hún hafi sjálf lent í einelti og veit núna „hvernig á að vera góð.“

Margir hafa þakkað Matt fyrir viðbrögðin. Ein kona sagði: „Sem amma drengs með einhverfu sem hefur verið skotspónn eineltisseggja klappa ég fyrir þér! Allt of margir foreldrar gera ekkert.“

„Ég vildi óska að fleiri foreldrar myndu taka sér tíma til að láta börnin taka ábyrgð á óásættanlegri hegðun.“

Sumir bentu þó á að með því að skamma hana og birta af henni myndband væri faðir hennar sjálfur að leggja hana í einelti: „Að niðurlægja hana með því að birta myndband á Facebook. Kaldhæðni,“ sagði einn.

„Ókei, en bíddu, hún er að leggja aðra í einelti – stoppaðirðu einhverntíma til að heyra hennar hlið?“

„Var hún að bregðast við einelti sjálf eða var bara gripin? Ef að auðmýkja hana opinberlega er þín hugmynd um að refsa er kannski engin undra að hún sé að hegða sér svona.“

Auglýsing

Matt segist hafa sýnt Kirsten myndbandið og athugasemdirnar: „Þau sýna mikla samúð vegna þeirra sem hafa skrifað þeirra sögur.“ Segir hann einnig að hann óski þess að foreldrar fari að lát abörnin sín bera ábyrgð.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!