KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum America’s Next Top Model stjarnan Jael Strauss látin, 34 ára að aldri

Jael Strauss er látin, 34 að aldri. Var hún þátttakandi í áttundu seríu America’s Next Top Model sem Tyra Banks stýrði. Fyrir aðeins tveimur mánuðum tilkynnti hún að hún væri með brjóstakrabbamein á fjórða stigi. TMZ segir frá því að hún hafi látist á spítala þann 4. desember eftir að hafa verið í dái í nokkra daga.

Auglýsing

jaeel

Á GoFundMe síðu sem sett hafði verið upp til að standa straum af krabbameinsmeðferðinni stóð: „Í dag misstum við engilinn okkar og hún er aftur komin í andaheiminn þaðan sem hún kom og við vitum að hún mun vera þar og vaka yfir okkur öllum. Hún mun dansa þegar hún sér hvernig við fögnum lífi hennar með því að breiða út kærleikann. Við heiðrum hana mest með því að reyna að #lovelikejael.“

Í október sagði Jael á Facebook að hún væri í annari geislameðferðinni til að reyna að ráða niðurlögum krabbans: „Eymdin er ólýsanleg. En ég berst til að lifa annan dag og ekkert á eftir að verða fyrir mér.“

jael

Í kringum hrekkjavöku ákvað Jael að hætta meðferð og fluttist svo á spítala þar sem hún eyddi síðustu vikum lífs síns. Um baráttuna skrifaði hún: „Það eru svo margir hlutir sem ég vissi ekki um lífið. Eða dauðann. Svo margir hlutir.“

Auglýsing

Þeir sem þekktu Jael lýstu henni sem „einni kærleiksríkustu, samúðarfyllstu, örlátustu og góðhjörtuðustu manneskjum í veröldinni.“

Jael fékk erfið spil á hendi frá byrjun. Eftir að hún kom fram í ANTM fór hún út í eiturlyfjaneyslu og varð háð metamfetamíni og varð á endanum heimilislaus. Árið 2015 voru hlutirnir orðnir svo slæmir að fjölskylda hennar fór til Dr. Phil í leit að hjálp.

jael33

Auglýsing

Jael náði að snúa lífi sínu við og árið 2017 var hún edrú og ánægð og hjálpaði öðrum að ná bata: „Ég er búin að vera edrú í þrjú ár og þrjá mánuði núna,“ sagði hún í viðtali við Too Fab: „Ekki sopi, ekki pilla, ekki jóna, ekki lína, ekkert. Það er algerlega frábært. Það er kraftaverk að ég sé enn á lífi eftir allt og ég er svo þakklát. Allt sem ég hef lent í samt til að komast hingað – ég sé ekki eftir neinu.“

Nú í september fór henni að líða illa. Við rannsókn kom illkynja krabbamein í ljós sem hafði breiðst út hratt. Eftir greininguna sagði Jael samt á Instagram: „Krabbinn mun samt ekki vaxa jafn hratt og ÁST MÍN.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!