KVENNABLAÐIÐ

Cardi B og Offset skilin eftir eins árs hjónaband

Eftir að hafa verið gift í eitt ár hafa rappararnir  Cardi B og Offset ákveðið að halda hvort sína leið. Cardi setti myndband á Instagram til að útskýra sína hlið.

„Allir eru að bögga mig og allt, þið vitið, og ég er búin að reyna að vinna úr málunum með barnsföður mínum. Við erum mjög góðir vinir og viðskiptafélagar“ byrjar Cardi (26). Myndbandið má sjá hér að neðan:

Auglýsing

View this post on Instagram

There you go..peace and love

A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on

Segir hún að þau hafi bara vaxið frá hvort öðru og séu ekki lengur ástfangin. Þau deila dótturinni Kulture saman sem er nokkurra mánaða gömul.

Auglýsing

Offset (26) svaraði svo myndbandinu með: „Y’all won,” sem lét marga telja að um hrekk hafi verið að ræða og hún hafi bara verið að grínast. Hver veit.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!