KVENNABLAÐIÐ

Eddie Murphy orðinn faðir í tíunda sinn!

Leikarinn Eddie Murphy og unnustan Paige Buther fagna nú saman öðru barni sínu, syninum Max Charles Murphy sem fæddist þann 30. nóvember síðastliðinn. Bæði móður og barni heilsast vel.

Auglýsing

Paige og Eddie hafa verið saman síðan árið 2012 og trúlofuðu sig í september á þessu ári. Þau eiga nú þegar hina tveggja ára Izzy.

Þetta er annað barn Paige, en það tíunda hjá Eddie.

Hann á Eric (29) með Paulette McNeely og Christian (28) úr sambandi sínu við Tamara Hood.

Auglýsing

Murphy og  fyrrverandi eiginkonan Nicole Mitchell Murphy eiga fimm saman: Dótturina Briu (29), Miles (26) Shayne (24), Zola (19) og Bella (16).

Er hann einnig faðir Angel sem hann á með Mel B.

Leikarinn tjáir sig sjaldan um einkalíf sitt en sagði við ET árið 2016 að það væri honum „náttúrulegt“ að ala upp börn: „Bjartasti hluti lífs míns eru börnin mín,“ sagði hann.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!