KVENNABLAÐIÐ

Melissa Toubati, aðstoðarkona Meghan Markle, hætti starfinu grátandi eftir sex mánuði

Dívustælar Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, gengu gersamlega fram af aðstoðarkonu hennar, Melissu Toubati (39) sem hætti að vinna fyrir hana, sex mánuðum eftir að hún hóf störf. Sykur hefur áður greint frá þessu.

Auglýsing

„Melissa tók að sér afar erfitt starf undir miklu álagi og að lokum varð þetta of mikið. Hún þurfti að þola margt. Meghan setti miklar kröfur á hana og hún endaði bara grátandi. Hún er mjög hæfileikarík og spilaði stórt hlutverk í konunglega brúðkaupinu. Allir munu sakna hennar mjög. Hún er mjög fagleg og frábær í sínu starfi en Meghan lagði þannig kröfur á herðar henni að þær ákváðu báðar að best væri að þær héldu sitthvora leiðina,“ segir nafnlaus heimildarmaður í höllinni.

Nokkrar heimildir segja að Elísabet drottning hafi sjálf varað Harry við „erfiðu skapi“ Meghan eftir rifrildi varðandi um hvaða kórónu Meghan ætti að vera með í brúðkaupinu. Konunglegur ritari, Richard Palmer, hefur látið hafa eftir sér„Það er augljóst að Meghan er mjög erfið og krefjandi þegar kemur að starfsfólki og öðrum í fjölskyldunni.“

Auglýsing

Meghan krafðist einhverra breytinga varðandi maíbrúðkaupið og var hún ósátt við fnykinn frá 15. öld. Bað hún því um að hýbílailmi yrði spreyjað út um allt áður en gestirnir mættu. Beiðinni var neitað af starfsfólkinu.

Meghan er sögð „afar óhrædd við að segja hvað henni finnst. Á meðan sumum kann að þykja hún dálítið frek eru aðrir mjög hrifnir af henni.“

Melissa hætti snögglega eins og áður sagði. Hún hafði áður unnið fyrir X-Factor dómarana Robbie Wiliams og Ayda Field.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!