KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Aniston um móður sína heitna: „Við vorum aldrei vinkonur“

Leikkonan Jennifer Aniston hefur nú játað sárar minningar í tengslum við móður sína Nancy Dow sem lést fyrir tveimur árum. Það sem kemur kannski hvað mest á óvart er að Nancy hafði þráhyggju fyrir útliti.

Í nýju Netflix myndinni sinni Dumplin’ leikur Aniston móður frá suðurríkjum Bandaríkjanna sem á dóttur í ofþyngd sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni. Jen hefur sagt að hún hafi fundið sig í þessu hlutverki, þar sem móðir hennar var svipuð – ofboðslega upptekin af útlitinu.

Auglýsing

Aniston (49) talaði ekki við móður sína í mörg ár og lést hún árið 2016.

Jen ásamt foreldrum sínum
Jen ásamt foreldrum sínum

Í viðtali við The Sunday Telegraph sagði Jennifer um móður sína: „Hún var fyrirsæta og allt snerist um útlitið – hvernig hún leit út og hvernig ég leit út.

Að leika í móður í myndinni sem á dóttur í ofþyngd minnir Jennifer á hennar eigið uppeldi: „Ég varð ekki þetta fyrirmyndarbarn sem mamma vildi og það var eitthvað sem ég tengdi við. Lítil stúlka sem vill bara vera elskuð af móður sinni sem er of upptekin af hlutum sem skipta engu máli.“

Auglýsing

Nancy var gift John Aniston, föður Jennifer, en hann lék í þáttunum Days of Our Lives ásamt öðrum hlutverkum og fyrirsætustörfum.

Dóttir hennar varð þó heimsfræg sem Rachel í Friends og stjarna í mörgum stórum myndum. Jen hætti svo að tala við mömmu sína þegar hún gaf út æviminningarnar From Mother and Daughter to Friends: A Memoir árið 1999. Stjarnan var afskaplega reið að móðir hennar hafði gert einkalíf hennar opinbert með þessum hætti.

Bókin
Bókin

Jen bauð ekki mömmu sinni í brúðkaup sitt og Brad Pitt árið 2000, þrátt fyrir að þær fóru að tala eitthvað saman eftir að þau skildu. Hún játaði þó að hún hefði ekki séð móður sína í mörg ár áður en hún dó, þá 79 ára að aldri. Hún hafði fengið hjartaslag tvisvar sinnum.

Aniston fór í minningarathöfnina árið 2016. Þegar erfðaskráin var skoðuð hafði Nancy gert Jennifer arflausa og einnig hálfbróður hennar, John T. Melick III en erft uppáhalds barnabarn sitt að öllu, Eilish Melick.

Jennifer sagði við The Hollywood Reporter árið 2015 um mömmu sína: „Hún var mjög gagnrýnin á mig. Af því að hún var fyrirsæta, hún var gullfalleg og heillandi. Ég var það ekki. Ég var það aldrei. Mér finnst það ekki ennþá og það er allt í lagi. Hún var líka mjög langrækin. Hún átti til að halda í einhver rifrildi sem skiptu engu.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!