KVENNABLAÐIÐ

Einn besti pókerspilari heims fannst látinn

Sláandi: Fyrrum pókerspilari sem ávallt hafði heppnina með sér fannst látinn á dögunum. Hafði hann innbyrt 13 sinnum hámarksmagn kókaíns og heróíns.

Elliott Blackburne (32) er talinn hafa tekið eiturlyfin inn eftir að hann fór til íbúðar vinar síns (George Booth) til að halda áfram að drekka. Þeir höfðu verið að drekka á krá og fagna jólunum.

Auglýsing
Elliott
Elliott

Elliott, sem hafði verið forstjóri rafræns markaðssetningarfyrirtækis, fannst svo látinn um kvöldið af George, en hann vaknaði við hringingu úr síma Elliotts.

George sendi svo skilaboð til kærustu Elliotts – þar sem hún var að spyrja hvort einhver vissi hvar kærastinn væri og sagði hann að hlutirnir „litu ekki vel út.“

Prófanir sýndu að Elliott sem var fjárhættuspilari í sérflokki og hafði orðið í þriðja sæti árið 2008 í World Poker Championship – hafði 651 míkrógrömm af heróíni og kókaíni í blóðinu.

Elliott á strönd
Elliott á strönd í sumar

50 milligrömm geta verið banvæn fyrir þann sem er að nota í fyrsta skipti og 200 grömm væru banvæn notendum sem væru vanir efninu.

Auglýsing

poker23

Lögreglan rannsakaði málið en fann engar vísbendingar um að um glæpsamlegt athæfi hefði verið að ræða.

Auglýsing

Móðir hans, Colette Blackburne (63) sagði : „Hann var lífið og sálin í öllum partýum. Hversu erfiðir sem hlutirnir urðu, kom hann alltaf aftur. Hann var bara góður strákur sem lenti á slæmum stöðum.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!