KVENNABLAÐIÐ

Jackie Chan játar að hafa verið „algert fífl“ eftir að hann varð frægur

Hasarleikarinn Jackie Chan hefur játað í nýrri æviminningabók að hafa stundað kynlíf með vændiskonum, eytt fé í fjárhættuspil og drukkið ótæpilega. Nýja bókin kallast Never Grow Up og þar talar hann um óstöðugt ástarlíf, framhjáhald, reiðivanda og að hann hafi ekki verið ábyrgt foreldri.

Auglýsing

Jackie, sem er nú 64 ára, játar að hann hafi verið óheflaður ungur maður sem leitaði aðeins að kynlífi og peningum. Hann svaf mikið hjá og sérstaklega hjá vændiskonu sem hann kallar „Number Nine“ og eyddi öllum laununum sínum í fjárhættuspil. Einnig hætti hann lífi sínu og annarra margoft með því að keyra alltaf fullur.

Áður en hann varð frægur í Hollywood átti hann kærustu sem hann kom „ógeðslega“ fram við. Hann játar að hafa drukkið með vinunum allan daginn og ef hún var heima þegar hann kom heim, fór hann aftur og eyddi fé í spilavítinu til að þurfa ekki vera með henni.

Þetta var þó ekki einsdæmi því hann gerði þetta margoft, m.a. við tævönsku leikkonuna Teresa Teng og var hún honum svo mikið „æðri“ að honum leið illa. Hann lék sér því að láta eins og fífl á fínum stöðum og gerði hana vandræðalega því hann var svo óheflaður: „Ég hegðaði mér þannig út af því að ég var svo svakalega óöruggur. Frá því ég var lítill hafði ríkt fólk litið niður á mig. Ef eitthvað snobb eða yfirlæti var til staðar ýtti það mér af brúninni. Þetta kom í ljós í sambandinu við Teresu. En það var ekki henni að kenna. Hún gerði ekkert rangt og ég var hræðilega ósanngjarn við hana.“

Auglýsing

Meira að segja þegar hann hitti framtíðarkonuna sína Joan Lin, sem hann kallar „ást lífs síns“ var hann næstum búinn að eyðileggja sambandið með því að efast um sjálfan sig og láta svo barnalega. Hann óttaðist að hún væri „ástsæl leikkona með gott orðspor“ meðan hann var „ógeðslegur kung fu gæji“ sem átti hana ekki skilið.

Jackie með Joan og syni sínum. Jackie hefur sagt að hann hafi „neyðst" til að giftast henni eftir að hún gekk með barnið
Jackie með Joan og syni sínum. Jackie hefur sagt að hann hafi „neyðst“ til að giftast henni eftir að hún gekk með barnið

Árið 1981 varð Joan ólétt og þau giftu sig á þaki kaffihúss í L.A. Þrátt fyrir að hann elskaði hana vann Jackie alla meðgönguna og heimsótti hana ekki einu sinni meðan hún gekk með barn þeirra.

Hélt hann einnig framhjá henni með fyrrum Ungfrú Asíu, Elaine Ng – sem hann gerði einnig ólétta.

„Ég var sjálfelskur og hafði enga samkennd. Það var auðvelt að hafa áhrif á mig. Joan leyfði mér að velja eigið líf og ég er þakklátur henni fyrir það, að fórna svona miklu fyrir mig.“

Samt sem áður hunsaði hann fjölskylduna og einbeitti sér að sjálfum sér þegar hann varð frægur. Hann eyddi tveimur milljónum dollara á einu ári í sig og vini sína en konurnar voru að hugsa um börnin ein.

Jackie hefur játað alkóhólisma og mikla reiði og dóttur þeirra Elaine, Etta Ng, er samkynhneigð og gift konu. Eftir það tók Jackie af henni heimilið og fjárstuðning og þau hafa ekkert samband í dag.

„Mér hefur gengið vel gagnvart öðru fólki en ekki minni eigin fjölskyldu,“ segir Jackie í bókinni. „Ég hef ekki verið góður faðir eða góður eiginmaður, en ég gerði skyldu mína gagnvart syni og móður hans.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!