KVENNABLAÐIÐ

Af hverju verður vegan fólk fyrir svona miklum fordómum?

Þeir sem ekki neyta dýraafurða af neinni tegund kallast vegan – grænmetisætur, grænkerar, veganistar og fleira. Það sem slíkt er staðreynd. Staðreyndin er hinsvegar einnig sú að þeir sem eru vegan (orðið sem notað er í þessari grein) verða fyrir miklum fordómum og hatursáróðri. Það er meira að segja til heiti fyrir það á ensku og það er Vegaphobia.

Þannig…spurningin er þessi: Af hverju hatar sumt fólk vegan fólk?

„Vegan eru fífl og þeir sem fíla það geta sogið á mér eistun.“

Auglýsing

Manishia Krishnan hjá VICE hefur skrifað um málefnið: „Þeir veganar sem ég hef tekið viðtal við deildu með mér ótal ástæðum fyrir því að fólki er illa við vegana, svo sem skortur á fjölbreytni innan vegansamfélaga, skynjuð prédikun eða forræðishyggja, samanburður við Helförina eða þrælahald, ásamt því að vera stöðugt að verja kjötát og vilja ekki breytast.“

Þrátt fyrir að fjandskapur gegn vegönum sé alþekkt fyrirbæri eru ekki margar rannsóknir um þetta efni. Ný rannsókn frá Lifesum, sem er megrunarapp, sýnir að mikið af vegönum í Bretlandi og Bandaríkjunum (eða um 80%) hafa upplifað fordóma gagnvart þessum lífsstíl sem þeir hafa kosið.

vegannn

Rannsóknin sýndi að 92% af þátttakendum upplifðu vegaphobia frá fjölskyldu og vinum, 59% upplifðu það þegar þeir fóru út að borða, 55% á vinnustað og 21% þegar þeir versluðu í stórmarkaði.

Lifesum segir að meira en 1000 veganar hafi tekið þátt í rannsókninni hingað til.

Einnig var varpað ljósi á ofbeldi sem veganar verða fyrir. Einn þátttakandi sagði að „fólk hefur vísvitandi sett kjöt í matinn minn til að sjá hvort ég myndi borða hann og blekkja mig þannig.“

Auglýsing

Annar sagði að þegar hann póstar um veganisma á samfélagsmiðla keppast fjölskylda og vinir við að svara með móðgunum eða monta sig af dýrum sem þau drápu í síðustu veiðiferð og bara „hamast við að hæðast að mér og vera dónaleg.“

Annar sagði að hann forðaðist að nota orðið „vegan“ til að forðast móðganir og dónaskap.

Einn sagði: „Að verða vegan er besta ákvörðun sem ég hef tekið nokkurn tíma. Veganismi rokkar!“ Annar svaraði þá: „Vegan eru fífl og þeir sem fíla það geta sogið á mér eistun.“

Vegan frá Toronto, Darren Chang (28) sagði við VICE að hann teldi fordóma gagnvart vegönum vera „mjög raunverulegir því veganismi skorar þeirri trú fólks á hólm að manneskjur ráði yfir ekki-manneskjum sem er afar rótrgóin hugmyndafræði í næstum öllum menningarheimum.“

Trúir hann því að það sé um að ræða skörun þegar kemur að því að ráða yfir dýrum – hvernig veiðar dýra eru taldar „karlmannlegar“ –  og aðrar birtingarmyndir kúgunar, s.s. kynþáttahyggju.

Darren segir: „Allir þessir hlutir samanlagðir, það meikar sens að vegaphobia er til staðar, því fólk hræðist það sem ógnar tilfinningu þeirra fyrir samsömun, gildum og trú.“

Auglýsing

Ekki eru allir veganistar hlynntir hugtökum á borð við „vegaphobia.” Mathusha (26) vegan frá Ontario, Kanada, segir: „Ég hef heyrt þetta hugtak en gef ekkert fyrir það. Er tuðað í okkur fyrir að vera vegan? Já, oft. Alltaf. Kjötætur geta verið fávitar, en veganar líka. Þetta gerir okkur ekki „kúgað“ fólk. Þetta gefur bara í skyn að við séum í forréttindahópi.“

Mathusha sagði einnig í viðtali við VICE að henni fyndist erfitt að vera lituð kona og vegna því hún telur að vegana skorti samhyggð gagnvart öðrum menningarheimum: „Hvítir veganar og róttækir veganar eru alltaf að gera lítið úr raunverulegri undirokun en þú getur ekki treyst á þá til að grenja um særðar tilfinningar, sem er í grunninn, móðgun í sjálfu sér.“

Darren segir að veganar eru margvíslegir og sumir njóti meiri forréttinda en aðrir: „Veganar í heild eru enn í minnihluta og röng túlkun á vegönum gera þá brothættari en svo – sumir veganar eru viðkvæmari en aðrir.“

„Svartir veganar sem búa við fátækt hafa síðri aðgang að heilnæmu fæði og eru því viðkvæmari gagnvart ofbeldi og kúgun miðað við miðstéttar vegana sem versla í Whole Foods.“

Íslenskar kjötætur hafa einmitt verið með mótmæli gagnvart vegönum, t.d. á dögunum þegar verið var að slátra dýrum. Sjá HÉR frétt um málið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!