KVENNABLAÐIÐ

Harry og Meghan eru að flytja úr Kensingtonhöll eftir rifrildi við William

Þetta gerðist fyrr en fólk átti von á : Meghan og Harry eru í óða önn að flytja út úr Kensingtonhöllu. Vitað var að litla íbúðin væri of lítil fyrir stækkandi fjölskyldu en ekki var vitað að það myndi gerast svona skjótt.

Auglýsing

Hertogaynjan og hertoginN af Sussex munu flytja þaðan von bráðar, eins og Sykur greindi frá en þau hyggjast finna nýtt hús í Frogmore House sem er á jörðum Windsorkastala.

Auglýsing

Ætluðu þau fyrst að flytja út með tíð og tíma, en nú vilja þau fara strax.

kkkeeeti

„Það hefur verið spenna milli bræðranna. Nú vilja Harry og Meghan ekki búa með Will og Kate og vilja búa ein. Þau vilja meira pláss fyrir sig, og þau vilja ekki búa við hliðina á þeim. Þau þurfa í raun ekki að búa þar, svo að skiljanlegt er að þau finni sér eitthvað lengra í burtu. Þau hafa nóg af peningum til að kaupa sér eitthvað annað,“ segir ónafngreindur heimildarmaður í viðtali við In Style.

Hér má sjá umfjöllun Sykurs um Meghan og búsetumál 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!