KVENNABLAÐIÐ

Snooki á von á þriðja barninu

Enn eitt barnið í Jersey Shore! Nicole „Snooki” Polizzi tilkynnti á þakkargjörðarhátíðinni að hún og eiginmaðurinn Jionni LaValle eiga von á þriðja barninu.

Auglýsing

Snooki og Jionni hafa verið í miklum hjónabandsvandræðum og töldu flestir að þau myndu skilja. Snooki hætti að birta myndir af honum á samfélagsmiðlum og hann var meira að segja fjarverandi á jólakortamyndunum. Það virðist þó liðin tíð þar sem að Jersey Shore stjarnan (30) skrifaði á Instagram það sem hún væri þakklát fyrir og birti mynd af syni þeirra Lorenzo (6) og dótturinni Giovanna (4) haldandi á sónarmynd.

Auglýsing

Snooki og Jionni eru mjög ólík – hún elskar sviðsljósið, hann ekki. Hún fer mikið út en hann vill vera heima. Þetta virðist þó ganga upp þar sem þau vilja bæði stækka fjölskylduna.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!