KVENNABLAÐIÐ

Hrellti konu í 12 ár eftir að hún bað hann um að halda fyrir munninn þegar hann hóstaði

Fékk hana á heilann eftir að hún bað hann um að halda fyrir munninn þegar hann hóstaði í kennslustund: Matthew Cringle (29) frá Los Altos, Kaliforníuríki, var loks handtekinn á mánudaginn síðasta eftir að hafa hrellt konu í 12 ár. Konan sagði við lögreglu að hún þekkti manninn ekkert, en telur að hann hafi reiðst þegar hún bað hann að hósta ekki með opinn munn í tíma.

Auglýsing

Matthew er talinn hafa búið til ótal falska Facebookreikninga í gegnum árin sem hann notaði til að senda henni ógnandi og kynferðisleg skilaboð.

Hann var handtekinn, en hann hefur að baki dóm, sem var einmitt að hrella þessa sömu konu. Honum er haldið án möguleika á að verða laus gegn tryggingu.

„Þetta er fyrsta jólahátíðin í meira en áratug þar sem fórnarlambið getur slakað á áhyggjulaust,“ sagði lögregluþjónninn Tim Dahl í viðtali við Mountain View Voice. „Hún ætti ekki að þurfa að lifa í ótta.“

Auglýsing
Lögreglan segir að Matthew hafi nýtt sér Facebook, sem hefur á undanförnum árum gefið notendum meira frelsi og gert lögreglu erfiðara um vik að finna falska reikninga: „Þetta voru mörg skilaboð frá mismunandi „fólki“ en þau hljómuðu öll álíka,“ sagði talsmaður lögreglunnar, Katie Nelson.

„Aumingja konan þurfti að mótttaka þau í yfir 12 ár.“

Fórnarlambið sagðist telja að Matthew hefði orðið í nöp við sig þegar hún bað hann að halda fyrir munninn í tíma sem þau sóttu í sama framhaldsskóla.

Þrátt fyrir að hafa verið sakfelldur, er með ólíkindum að hann hafi getað haldið ofbeldinu áfram. Í dag er hann ákærður fyrir margskonar brot, s.s. að hafa brotið skilorð, brotið endurtekið af sér og komið fram með ógnandi hótanir. Lögreglan rannsakar einnig hvort hann hafi verið að hrella fleira fólk.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!