KVENNABLAÐIÐ

Heather Locklear mun eyða hátíðunum á meðferðarstöð

Leikkonan Heather Locklear hefur átt erfitt ár hingað til, en hún mun dveljast á meðferðarstöð um þakkargjörðarhátíðina og sennilega jólnunum líka. Heather, sem á við alvarlegan áfengis- og fíknivanda að stríða lenti í enn einu rifrildinu við kærastann Chris Heisser og endaði það með því að hringt var á lögreglu og var henni haldið gegn sínum vilja.

Auglýsing

Lögin kallast 5150 í Kaliforníuríki og leyfir yfirvöldum að halda óstöðugu fólki þó það óski þess ekki.

Nú er hún komin aftur í meðferð fram yfir þakkargjörðarhátíð og er líklegt að hún verði þar til áramóta: „Hún þarf greinilega meiri hjálp og má ekki fara heim svona snemma. Síðast var hún í 90 daga og allir óska þess heitast að hún nái bata, hversu langan tíma sem það tekur, þar sem hún mun ekki verða sjálfri sér og öðrum hættuleg,“ segir vinur leikkonunnar.

Auglýsing

Hennar fyrrverandi, Bon Jovi rokkarinn Richie Sambora, sagði við Radar að hann muni „aldrei hvika í að vera til staðar fyrir hana að fá þá bestu hjálp sem völ er á.“

Heather fór úr meðferð í október áður en dóttir hennar Ava varð 21 árs en vinum hennar fannst það of snemmt. Þar að auki er hún enn með ákærur hangandi yfir sér fyrir að hafa ráðist á lögreglumann og sjúkraliða í júní – eitthvað sem hún gæti þurft að sitja inni fyrir.

„Fjölskyldan hefur íhugað að setja hana á einhverskonar vakt með öryggisverði eða einvherjum frá yfirvöldum til að passa upp á hana.“ Einnig finnst fjölskyldunni Chris hafa slæm áhrif á hana: „Eitt af því sem allir eru sammála um er að hún verður að losa sig við Chris. Hann er fyrrverandi fangi. Fjölskyldan vill ekki hafa hann, en hún elskar hann, þannig þetta er erfitt.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!