KVENNABLAÐIÐ

Robert De Niro og Grace Hightower skilin eftir meira en tveggja áratuga hjónaband

Leikarinn Robert De Niro (75) og Grace Hightower (63) eru nú skilin eftir að hafa verið gift í meira en tvo áratugi. Þau búa nú ekki lengur saman.

Auglýsing
Robert var einn á viðburði á mánudaginn síðasta í New York
Robert var einn á viðburði á mánudaginn síðasta í New York

Þau gengu í það heilaga árið 1997. Tveimur árum seinna voru þau næstum því skilin, árið 1999, en gengu aldrei frá skilnaðinum. Svo endurvöktu þau ástina og endurnýjuðu heitin sín árið 2004.

Þau eiga tvö börn saman, hinn tvítuga Elliot og Helen sem er sex ára gömul. Robert var giftur Diahnne Abbot á árunum 1976-1988 og eiga þau tvö börn, dótturina Drena og soninn Raphael. Hann á einnig tvö börn með fyrrverandi Toukie Smith.

Auglýsing
Við frumsýningu árið 1988
Við frumsýningu árið 1988
Auglýsing

Robert og Grace hafa alltaf verið mjög þagmælsk um hjónaband sitt. Eru einnig líkur á að þau tjái sig ekkert um skilnaðinn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!