KVENNABLAÐIÐ

Ætla Harry og Meghan að flytja úr höllinni þegar barnið er fætt?

Í dag búa hjónakornin Meghan Markle og Harry Bretaprins búa nú sem stendur í Nottingham Cottage sem er hús á jörðu Kensingtonhallar en þau vilja fara í eitthvað stærra um leið og fjölskyldan stækkar.

Auglýsing

Einnig vilja þau lifa sínu lífi upp á eigin spýtur og vera ekki of nærri William og Kate: „Harry og Meghan vilja flytja og þurfa meira pláss fyrir sig. Þau vilja ekki búa í næsta húsi við Will og Kate,“ segir innanbúðarmaður hallarinnar í viðtali við The Express. Samband Harry og William hefur breyst síðan þeir kvæntust báðir. Eftir að Díana prinsessa lést deildu Harry og William heimili hennar í Nottingham Cottage og svo flutti Harry þangað með Meghan.

Auglýsing

Húsið hefur þó aðeins tvö svefnherbergi og tvö móttökuherbergi og baðherbergi þannig það er ekki nægilega stórt fyrir þau þegar barnið fæðist.

„Bræðurnir hafa treyst á hvorn annan síðan móðir þeirra dó. Nú hafa þeir sínar eigin fjölskyldur og treysta ekki eins mikið  á hvorn annan eins og áður.“

Hann heldur áfram: „Þau lifa sitthvoru lífinu þannig það er rökrétt að þau búi ekki ofan í hvort öðru. Það er engin ástæða fyrir Meghan og Harry að búa í Kensingtonhöll, það er fullt af öðrum valmöguleikum.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!