KVENNABLAÐIÐ

Chris Watts misþyrmdi konu sinni Shanann áður en hann myrti hana

Hrottalegi fjölskyldumorðinginn Chris Watts gekk illilega í skrokk á vanfærri konu sinni Shanann áður en hann myrti hana og svo dætur þeirra tvær. Þessar fréttir eru nýjastar af málinu en nú mun endanleg krufningarskýrsla verð gerð opinber á næstu dögum.

Auglýsing

Morð-hlaðvarpið Rap Sesh sagði þetta á dögunum og hafði eftir heimildarmönnum sem vinna í málinu. Nýjar upplýsingar eru því að þessum ógeðfelldu morðum í Coloradoríki sem skekið hafa heiminn.

Sagt var að Shanann (34) gekk með dreng og að eiginmanni hennar í raun „hlakkaði til“ að eignast sinn fyrsta son.

Þrátt fyrir að Shanann hafi verið komin fimm mánuði á leið, barðist hún fyrir lífi sínu sem endaði með dauða hennar. Sagt var að lík hennar hafi verið „virkilega, virkilega illa farið“ eftir að hafa verið „mysþyrmt af eiginmanni hennar“ í slagsmálum á heimili þeirra.

Auglýsing

Líkið hafði margar skrámur, marbletti og „varnarsár“ sem gáfu til kynna að hún hafi barist af öllum kröftum til að halda lífinu. Engir höfuðáverkar voru þó á henni og var þess getið til að hún hafi verið kyrkt á loftinu fyrir utan svefnherbergi stúlknanna.

Á meðan Chris beitti Shanann ofbeldinu vöknuðu dæturnar og urðu þær því næstar. Myrti hann þær allar áður en hann flutti líkin í olíutanka þar sem hann vann. Fyllti hann tankana af olíu þannig þær myndu ekki finnast, en benti svo lögreglu á hvar hann hefði sett þær.

Lík stúlknanna, eða það sem eftir var af þeim, þurfti að flytja í sitthvorri flugvélinni til að hægt væri að veita þeim hina hinstu kveðju, en þau voru „mjög eldfim“ eftir að hafa verið drekkt í „þykkri og svartri“ olíu.

Krufningarskýrslur verða gefnar út á mánudag, en sem kunnugt er hefur Chris Watts játað á sig morðin til að hann fái lífstíðarfangelsi en verði ekki tekinn af lífi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!