KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan og fyrirsætan Kim Porter látin, 47 ára að aldri

Fyrirsætan og leikkonan Kim Porter fannst látin á heimili sínu í dag í Kaliforníuríki. Hún var barnsmóðir Diddy/Sean Combs og voru þau saman af og til í 13 ár. Þau eiga þrjú börn saman.

Auglýsing

Talskona hennar Cindi Berger staðfestir þetta: „Því miður, ég get staðfest andlát Kim Porter. Ég bið ykkur að leyfa fjölskyldunni að syrgja í friði.“

kim p 1

Lögregla var kölluð til heimili hennar við Toluca Lake um hádegisbil í dag. Neyðarsímtal barst, en sagt var að hún hefði fengið hjartaáfall. TMZ segir frá að Kim hafi verið að berjast við flensu og líklega lungnabólgu í nokkrar vikur, en engin dánarorsök hefur verið staðfest.

porter

Vinur Kim sagði að hún hefði hringt í lækni síðast í gær og kvartaði yfir að vera ekki orðin betri.

Auglýsing

kim p 3

Kim og Diddy voru saman af og til í 13 ár, þau kynntust árið 1994. Þau hættu svo endanlega saman árið 2007. Eiga þau þrjú börn: Tvíburastúlkurnar Jessie James og D’Lila, fæddar árið 2006 og soninn Christian Combs, fæddur árið 1998.

Kim hafði starfað sem fyrirsæta og í þáttum Diddys – I Want to Work for Diddy. Einnig hafði hún birst í þáttum á borð við Single Ladies og Wicked Wicked Games og einnig kvikmyndunum Mama I Want To Sing og The Brothers.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!