KVENNABLAÐIÐ

Frankie Grande er í sambandi með hjónum

Bróðir Ariönu Grande, raunveruleikastjarnan Frankie Grande er í sambandi…með giftum hjónum! Frankie hefur ekki verið feiminn að deila myndum á samfélagsmiðlum, eftir að hann kom „út úr skápnum“ með þetta þar sem hann var klæddur sem Ziggy Stardust á rauða dreglinum í Hulaween partýi Bette Midler í New York borg.

Auglýsing

„Þetta eru kærastarnir mínir,“ sagði Frankie um hjónin Daniel Sinasohn og Mike Pophis: „Við höfum verið að hittast í næstum þrjá mánuði en í heimi samkynhneigðra er það eins og fimm ár.“

Auglýsing

Frankie gat ekki hætt að dásama þá og kallaði þá báða „mjög klára.“ Talaði hann líka um hvernig þeir mættu í Halloween partý Heidi Klum sem elskar hrekkjavökuna en þeir voru klæddir einsog Grindelwald og álfarnir hans úr „Fantastic Beasts.“

Um sambandið sagði hann svo: „Ég er nýjasta viðbótin.“ Þegar hann var spurður um hvernig sambandið gæti gengið upp, varð hann dularfullur og sagði: „Við skulum bara segja að það gangi.“

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!