KVENNABLAÐIÐ

Pylsurútan – réttur fyrir börn sem elska pylsur

Það gerist margt í sundi og um daginn lenti ág á spjalli við konu sem sagði mér frá rétti sem pabbi hennar hefði stundum galdrað fram þegar hann þurfti að sjá um kvöldmatinn fyrir börnin sín.

Rétturinn heitir Pylsurútan og er best að ég láti myndbandið tala sínu máli. Ég vil taka fram að ég hafði ekki nákvæmar leiðbeiningar við gerð pylsurútunnar og notaði ég því hugarflugið til að fylla inn þar sem mér brást vitneskja.

46499326_10155446499555834_1429416647126417408_n

Vera má að pylsurútan mín líkist lítt þeim rétti sem sundvinkona mín fékk heima hjá sér í æsku en þetta er þá bara pylsurútan mín og ef ég ætti von á mörgum langferðabílastjórum í eftirmiðdagskaffi, sem gæti alveg gerst, væri þetta auðvitað afskaplega viðeigandi.

Auglýsing

Ég var með hóp barna í mat, sumum líkaði vel og fannst þetta bara gott, öðrum óaði við og það var held ég að hluta mér að kenna, því sennilega hef ég notað aðeins of mikið af sósum þeim sem notaðar eru til að setja réttinn saman.

En sumsé, spennið beltin – pylsurútan er komin í bæinn – allir út að aftan!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!