KVENNABLAÐIÐ

Bachelor stjarnan Chris Soules gæti verið á leið í tveggja ára fangelsi

Chris Soules sem var piparsveinninn eftirsótti í nítjándu seríu þáttanna The Bachelor var að semja við dómstóla því hann flúði slysavettvang. Nú gæti hann þurft að sitja inni í tvö ár vegna þess.

Auglýsing

Chris var ákærður árið 2017 en hann flúði vettvang dauðaslyss. Er því um glæp að ræða í Iowaríki þar sem slysið átti sér stað.

Hámarksrefsing er tveggja ára fangelsi og/eða sekt sem samsvarar tæplega 800.000 ISK. Verður dæmt í málinu þann 8. janúar 2019.

Auglýsing

Chris keyrði aftan á traktor þann 24. apríl árið 2017. Bílstjórinn, Kenneth Mosher, var undir stýri. Þegar sjúkrabíl bar loks að, reyndu þeir að endurlífga bílstjórann en án árangurs. Var hann úrskurðaður látinn á spítalanum.

Auglýsing

Hér er úrslitaatriðið úr Bachelor: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!