KVENNABLAÐIÐ

Sandra Bullock segir okkur að hætta að tala um „ættleidd börn“

Hvenær heyrðir þú foreldri tala um „úps, við gleymdum að nota varnir“ barnið? Eða barnið sem fæddist „með mikilli hjálp frá læknum og tækni?“ Enginn talar um það! Þetta hljómar fáránlega. Börnin þín eru börnin þín, sama á hvaða hátt þau komu inn í fjölskylduna þína. Hvers vegna þurfum við þá að tala á þann hátt um börn sem eru ættleidd?

Auglýsing

Þetta er spurning sem leikkonan Sandra Bullock hefur vakið athygli á. Hún á tvö börn, Louis (8) og Lailu (5). Louis er ofurviðkvæma barnið: „Ég kalla hann hinn 78 ára gamla son minn,“ sagði hún í viðtali við InStyle. „Laila er baráttukonan. Hún er ástæða þess að hún er hér í dag. Hún barðist fyrir því að andi hennar yrði óskaddaður.“

Sandra ættleiddi Louis árið 2010 og Lailu, sem hafði verið á fósturheimili, árið 2015. Aðspurð um hvort málefni barna á fósturheimilum séu að batna segir hún hrærð: „Alls ekki nógu hratt.“

Auglýsing

a sand

„Sko, ég er hlynnt demókrötum, repúblikönum, hvað sem er. En ekki tala við mig um hvað ég get eða get ekki gert við líkama minn þar til þú hefur hugsað um barn sem á ekki heimili eða er hunsað eða beitt ofbeldi.“
Svo sagði leikkonan þetta: „Hví teljum við það nauðsynlegt að nota orðasambandið „ættleitt barn?““

„Þetta lætur mig tárast. Við skulum bara öll tala um „börnin okkar.“ Ekki segja „ættleidda barnið mitt.“ Enginn talar um „tæknifrjóvgunarbarnið“ sitt eða „sjitt, ég fór á bar og varð ólétt-barnið sitt.“ Segjum bara „börnin okkar.“

Fyrir barn að heyra stöðugt að það sé ættleitt getur verið sárt, þrátt fyrir að það sé ekki illa meint. Það kann að upplifa að það sé ekki jafn dýrmætt í augum foreldranna.

Passa þarf orðanotkun þegar talað er um ættleidd börn. Fólk kann að spyrja foreldrana (ef þau eiga ekki önnur börn) hvort þau hugsi sér að eignast „sín eigin börn einhvern daginn.“ Það er afskaplega særandi. Ættleitt barn er þeirra eigið barn.

Fyrir barn sem hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum eða á í erfiðleikum með að tengjast fólki eða fjölskyldu sinni og þarf að finna fyrir öryggi getur slík setning eyðilagt margt. Það þarf að passa upp á orðanotkun í þessu samhengi. Við erum í fjölskyldu, sama af hvaða litarhætti, kyni, aldri, kynhneigð og svo framvegis.

Bullock sagði í viðtali við People árið 2015: „Ef hefðbundið heimili er fullt af ást og kúkabröndurum, svefnleysi, dagsskipulagið hefur fleiri atburði fyrir krakka en fullorðna og það er mikið um öskur um hver snerti eitthvað fyrst…þá á ég mjög hefðbundið heimili.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!