KVENNABLAÐIÐ

Owen Wilson neitar að hitta nýfætt barn sitt

Leikarinn Owen Wilson kann að vera þriggja barna faðir, en samkvæmt heimildum gæti honum ekki verið meira sama! Litla stúlkan hans fæddist þann 3. október síðastliðinn og hefur hann ekki enn séð hana.

Auglýsing

Núna, nokkrum vikum eftir að fyrrverandi kærasta hans Varunie Vongsvirates fæddi dóttur þeirra, segir heimildarmaður í viðtali við Us Weekly að leikarinn „neiti að hitta dóttur sína.“

Þrátt fyrir að Varunie (34) hafi sagt í viðtali að þau tvö væru hamingjusöm og spennt að taka á móti ófæddu barni meðan á meðgöngunni stóð virðist sem Owen (49) hafi engan áhuga á að stofna fjölskyldu með henni eða halda sambandinu áfram.

Auglýsing

Ekki er alveg vitað hvers vegna þau skildu en þau voru saman í fimm ár. Frá Owens hlið virðist þetta þó endanlegt.

Owen vissi af meðgöngunni en gerði ekkert til að hafa samband við hana eða styðja hana allan tímann.

Þrátt fyrir þetta lítur Lyla víst út „alveg eins og Owen,“ segir heimildarmaðurinn. „Hún hefur ljósa húð, ljóst hár og blá augu.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!