KVENNABLAÐIÐ

Idris Elba kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn af tímaritinu People

Stórleikarinn Idris Elba hefur nú verið kosinn kynþokkafyllsti karlmaður sem valsar um þessa jörð á þessu ári af tímaritinu People. Hann er breskur, 46 ára og hefur leikið í Russel The Wire og Heimdall í Thor.

Auglýsing

Idris var steinhissa þegar honum var tilkynnt þetta: „Ég var bara, kommon, engan veginn. Í alvöru?“ sagði leikarinn við People. „Leit í spegilinn og tékkaði á mér. Ég var bara, já þú ert dálítið sexí í dag.“ En til að vera heiðarlegur, þetta var góð tilfinning. Skemmtilega óvænt – og „egóbúst“ að sjálfsögðu.“

Elba er 33 karlmaðurinn til að fá þessa viðurkenningu, en Mel Gibson var fyrst kosinn árið 1985 og í fyrra var Blake Shelton sem fékk viðurkenninguna.

Auglýsing

Idris er plötusnúður, elskar kickbox og hannar sína eigin fatalínu. Hann er að undirbúa brúðkaup sitt og unnustunnar, Sabrina Dhowre (29) en hann bað hennar í febrúar.

Idris og Sabina
Idris og Sabina

Best eru þó börnin hans, 16 ára dóttir Isan og fjögurra ára sonur Winston (bæði úr fyrri samböndum).

Í dag er hann að taka upp kvikmyndina Hobbs & Shaw með öðrum kynþokkafullum – Dwayne Johnson.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!