KVENNABLAÐIÐ

Af hverju ættirðu að setja handsápu undir lakið hjá þér?

Lyf sem við fáum uppáskrifuð hjá læknum geta valdið aukaverkunum og alls kyns vanda. Fyrir utan það að ekki eru til lyf við öllum kvillum. Þess vegna snúa margir sér að náttúrulegum lækningum og eitthvað sem þú getur gert heima. Þú eyðir minni pening og þau eru (auðvitað) náttúruleg!

spáa

Að setja handsápustykki undir lakið hjá þér er lækning við algengum vanda sem hrjáir um allt að 50% mannkyns. Við vitum að þetta hljómar hálf-furðulega, en margir sverja að þetta virki!

Auglýsing

Svo, við hverju á að nota það?

Fótaóeirð og krampar í fæturna á kvöldin og nóttunni er eitthvað sem pirrar marga. Fótaóeirð er tengd taugakerfinu og lýsir sér þannig að fólk finnur óþægindi í fótum þegar hvílst er. Krampar eru einnig ótrúlega algengir og að hreyfa sig gerir oft illt verra. Fótakrampar koma til vegna ofþjálfunar, skorti á vítamínum og steinefnum og ofþornunar.

sapa3

Þrátt fyrir að engin orsök sé endilega sú eina rétta er nýrnabilun, sykursýki, meðganga og neysla áfengis líka tengd við krampa og fótaóeirð.

42% fólks sem þjáist af ofangreindum kvillum segja að handsápa undir lakið hjálpi til að lina sársaukann. Læknar segja að sennilega sé magnesíumið í sápunni sem lini óþægindin.

Auglýsing

Þrátt fyrir að þetta hljómi eins og hvert annað bull er fólk sem segir þetta virka: „Ég fékk brjósklos árið 1997,“ segir einn á Steady Health. „Það var svo slæmt að það olli taugaskaða. Ég fékk óstjórnlega sáran verk í neðra bakið og hægri fótlegg í 11 ár. Mér var sagt frá þessu „sáputrikki“ og ég prófaði það. Það í alvöru virkaði. Ég hef næstum ekki getað sofið í rúminu mínu nema í sitjandi stellingu í 10 ár og þetta er þriðji dagurinn. Ég vaknaði í morgun með engan verk! Ég mæli með þessu. Þetta hljómar asnalega, en ég verð að segja sannleikann!“

Auglýsing

sapa4

Önnur sagði: „Mamma gerði þetta alltaf, þetta með sápuna vegna krampa í fótum. Ég hélt hún væri að blekkja sjálfa sig. Nú set ég nokkur sápustykki undir lakið á hverri nóttu og set þau þar sem verkurinn myndast. Þetta virkar bæði fyrir mig og manninn minn, við notum allar tegundir sápa. Þetta tekur ekki ástæðu verksins en hjálpar manni að sofa. Þetta er þess virði að prófa!“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!