KVENNABLAÐIÐ

Kjúklingasalat með frábærri ketó-vænni hunangssinnepssósu – Uppskrift

Kvöldmaturinn var æðislegur og ákvað ég að deila honum með ykkur þar sem ég er á ketógenísku fæði. Hunangssinnepssósa er eitthvað sem ég þrái oft og þar sem sykur og hunang er á „bannlistanum“ (hjá mér, allavega!) gúglaði ég uppskriftir og bjó til mína eigin sósu.

Auglýsing

sos33

Kjúklingurinn var afgangs síðan í gær og er hægt að fá frábæran, grillaðan kjúkling í Costco á, að mig minnir, litlar 1400 krónur. Hann er mjög góður og stór þannig það var yfirdrifið nóg í salatið. Sumir setja stevíu í stað sýrópsins, en mér finnst stevían svo bragðvond, eða ég finn svo mikið „aukabragð“ af henni sem ég finn ekki í sýrópinu.

Sósuna gerði ég svona: 

1/2 bolli majónes

1 msk gult sinnep

1-2 msk Dijon sinnep

1/2 tsk reykt paprikuduft

1 msk Sukrin fibersýróp

1 hvítlauksgeiri (má nota hvítlauksduft, mér finnst betra að nota alvöru)

1 msk eplasafaedik (ég sleppti því út af viðkvæmni fjölskyldumeðlima gagnvart ediksbragði)

Öllu blandað saman og kælt í ísskáp í allt að tvo tíma.

Sósan gerir sex skammta, í einum skammti er 0,7 g kolvetni

Auglýsing
Dijon sinnep fæst í flestum búðum, reykta paprikukryddið fæst í Nóatúni, fibersýrópið á að fást í Hagkaup, Nettó og Systrum og mökum, en hefur verið uppselt að undanförnu (ég fékk sýrópið í Nettó á Granda), hitt sinnepið fékkst í Fjarðarkaup
Dijon sinnep fæst í flestum búðum, reykta paprikukryddið fæst í Nóatúni, fibersýrópið á að fást í Hagkaup, Nettó og Systrum og mökum, en hefur verið uppselt að undanförnu (ég fékk sýrópið í Nettó á Granda), hitt sinnepið fékkst í Fjarðarkaup

 

Kjúklingasalat:

Salatblanda frá Lambhaga

1/2 gul paprika smátt söxuð

1 og 1/2 avócadó í litlum bitum

1 egg (hinir í fjölskyldunni borða ekki egg, þannig eitt fór á mitt salat)

Fræblöndu stráð yfir

Nokkrar saxaðar pekanhnetur

Kjúklingur

sos 334

Öllu blandað saman – mjög einfalt og gott! Auðvitað hefur fólk skiptar skoðanir á því hvað á að vera í svona salötum. Þeir sem eru á ketó bæta kannski við ostum og beikoni eða hverju því sem ketó-hugurinn girnist og samþykkir!