KVENNABLAÐIÐ

Mariah Carey í The Voice er að gera allt vitlaust

Hún er ekki kölluð díva að ástæðulausu: Söngfuglinn Mariah Carey kom fram í fyrsta skipti í The Voice sem ráðgjafi í þessari viku og hún er nú þegar búin að gera allt brjálað: „Hún er búin að búa til ótrúlegasta drama bakvið tjöldin nú þegar og neitar að syngja alvöru nótur,“ segir starfsmaður þáttanna.

Auglýsing

Þrátt fyrir að samstarfsmenn hennar setji upp bros fyrir myndavélarnar geta þeir ekki annað en gramist út í söngkonuna og ótrúlega mikilmennskustæla hennar: „Þeir [dómararnir] geta ekki annað sagt en þeir fagni henni með opnum örmum, en allir sem starfa að þættinum vita að það er ekki raunin.“

Auglýsing

„Þau fengu Mariah um borð vegna dramans og þau hafa svo sannarlega fengið sinn skerf. Hún er ekki alúðleg og heldur að hún viti allt best,“ heldur starfsmaðurinn áfram.

Til að bæta olíu á eld er Mariah „stöðugt að blaðra um að hún hafi verið lengur í bransanum en öll hin.“

Auglýsing

Mariah hefur látið í ljós lengi að hún vilji verða hluti af þættinum og verða dómari í stað ráðgjafa og nú virðist hún vera einu skrefi nær því takmarki: „Hún vill fá greitt, en hún er nú þegar að kosta meira en það sem þeir borga henni. Með henni er 15 manna teymi og hún neitar að nota hár- og förðunarfólkið okkar.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!