KVENNABLAÐIÐ

Alec Baldwin í haldi lögreglu eftir að hafa kýlt mann út af bílastæði

Hinn blóðheiti leikari, Alec Baldwin, er í miklum vandræðum. Í dag, eftir hádegi, þann 2. nóvember, var leikarinn sem hefur verið afar vinsæll í gamanþáttunum Saturday Night Live handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í Wes Village í New York borg. Lögreglan í New York staðfestir þetta.

Auglýsing

„Hann er í varðhaldi vegna árásar,“ sagði NYPD í viðtali við Radar en Alec (60) býr í nágrenninu.

Auglýsing

Lögreglan bætti við að fórnarlambið var tekið á spítala til aðhlynningar og athugunar.

 

Sagan verður uppfærð

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!