KVENNABLAÐIÐ

Khloe Kardashian gerir lokatilraun til að bjarga sambandinu við Tristan Thompson

Í gær vakti undrun að Khloe Kardashian mætti á körfuboltaleik í Cleveland en barnsfaðir hennar, Tristan Thompson, var að keppa. Þau hafa nú verið lengi aðskilin og bundu margir vonir við að þau væru endanlega hætt saman eftir að upp komst um framhjáhald hans.

Auglýsing

Sagt er að hún sé að reyna að halda sambandinu gangandi fyrir True, dóttur þeirra: „Á einn bóginn veit hún að Tristan er framhjáhaldari og að hann muni sennilega alltaf vera það. Það er erfitt fyrir hana að trúa að hann muni nokkurn tíma vera henni trúr. Á hinn bóginn þráir hún ekkert heitar en að eiga fullkomna, litla fjölskyldu og hún telur að True verði að hafa föður í lífi sínu,“ segir heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Khloe hefur oft gefið í skyn á samfélagsmiðlum að hún sé efins. Í þessari viku játaði hún í KUWTK að hún sé „ekki sama manneskjan“ og fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Þrátt fyrir að hún sé enn að halda dauðahaldi í sambandið mun hún skilja við barnsföður sinn á endanum: „Allir vita að það er óumflýjanlegt að hún mun enda sambandið á endanum.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!