KVENNABLAÐIÐ

Ef Katie Price verður lýst gjaldþrota á morgun mun hún missa höllina sína og fara í félagslegt húsnæði

Fyrrum glamúrfyrirsætan Katie Price – sem eitt sinn var metin á sjö hundruð milljónir – fer nú fyrir rétt á morgun vegna ógreiddrar skattaskuldar upp á 3,5 milljónir. Þarf hún að koma með áætlun til að greiða skuldina upp innan sex vikna.

Auglýsing

Ef áætluninni verður hafnað af skuldanautum hennar verður gjaldþrot næsta skref sem gæti skilið hana eftir heimilislausa. Þá verða bankareikningar hennar frystir og skiptastjóri tilnefndur til að sjá um eignirnar til að finna út hvað hægt sé að selja upp í skuldir.

Húsið hennar
Húsið hennar

Húsið hennar væri þá fyrst til að fjúka, en það er metið á tæplega 250 milljónir, þrátt fyrir að vera í niðurníslu núna.

Samkvæmt breskum lögum getur hver sá sem hefur börn á sínu framfæri sótt um 12 mánaða biðtíma meðan önnur lausn er fundin. Katie á fimm börn. Þarf hún einnig að leita til félagsmálayfirvalda til að komast í félagslegt húsnæði.

Auglýsing

Harvey (16) er talinn búa hjá henni, en hann er fatlaður, á meðan Princess og Junior búa hjá föður sínum, Peter Andre og Jett og Bunny búa hjá föður sínum Kieran Hayler.

Bleikur Range Rover
Bleikur Range Rover

Einhverjar eignir eru varðar, svo sem föt og húsgögn, nema þau séu þeim mun verðmætari, þá má skuldari selja þau og kaupa önnur verðminni.

Katie á einhverjar eignir, svo sem hesta, bleikan og svartan Range Rover og eitthvað fleira. Hún má halda einhverjum launum eftir en þarf að greiða aftur það sem fer umfram.

Skuldar hún allt að því sem samsvarar 100 milljónum ISK.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!