KVENNABLAÐIÐ

Tvífari Ross úr Friends rændi veitingastað í Bretlandi

Lögregla fékk holskeflu athugasemda frá notendum samfélagsmiðla eftir að hún birti mynd af manni í tengslum við þjófnað, en þjófurinn var sláandi líkur persónu David Schwimmer í Friends, Ross.

Auglýsing

Lögreglan í Blackpool póstaði mynd á Facebook sem sýndi þjófinn yfirgefa veitingastað haldandi á einhverju sem leit út eins karfa með dósum.

lookooo

Facebooknotendur skrifuðu athugasemdir við myndirnar á borð við: „Ætti hann ekki að vera í vinnunni…eða er hann í pásu?“ Annar sagði: „Ég þori að veðja að hann öskraði „PIVOT“ þegar hann tók þessa bjóra upp.“

Auglýsing

Aðrir notuðu þemalag þáttanna og einn skrifaði: „So no one told him life was gonna be this way. His jobs a joke, he’s broke. Love life DOA. It’s like he’s always stuck in second gear. And when it hasn’t been his day, his week, his month or even his year, well, HE WILL STEAL FROM YOOOOUUUUUU.”

Lögreglan sá sig knúna til að svara þessu og sagði: „Takk allir fyrir athugasemdirnar. Við höfum rannsakað málið í þaula og höfum fengið það staðfest að David Schwimmer var í Bandaríkjunum á þessum tímapunkti.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!