KVENNABLAÐIÐ

Heldurðu að þú sért kannski með vanvirkan skjaldkirtil? Hvernig lýsir það sér?

Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar:

 

Skjaldkirtillinn er innkirtill sem er staðsettur að framanverðum hálsi. Hann framleiðir hormón sem stjórnar ýmsri virkni í líkamanum, eins og líkamshita og efnaskiptum. Þessi hormón starfa einnig með kyn- og nýrnahettu hormónum.

 Í nýlegum þætti af The Dr. Oz þá kallaði Dr. Oz skjaldkirtilssjúkdóma, sjúkdóminn sem læknar missa oftast af eða rang greina. 

Sjá hér!

Hér eru nokkur einkenni þess að skjaldkirtill þinn virki ekki eðlilega:

• Þú ert alltaf þreytt. Þú ert þreytt allan daginn þrátt fyrir góðan nætursvefn. Þú nennir ekki í ræktina og þarft jafnvel að leggja þig seinnipartinn.

• Þyngdaraukning. Þú hefur bætt á þig 2-5 kg eða þarft númeri stærra í fötum án þess þó að þú hafir breytt matarvenjum þínum eða slakað á í ræktinni.

• Þér er alltaf kalt, sérstaklega á höndunum, jafnvel þó að heitt sé í herberginu og engum öðrum er kalt.

• Þú ert uppblásin og þrútin. Þú hefur ekki reglulegar hægðir og jafnvel hægðatregðu. Hugurinn er svifaseinn og átt erfitt með einbeitingu.

• Neglur og hár. Neglur þínar eru lélegar, klofna og brotna auðveldlega. Hárið er þunnt, þurrt og þú er jafnvel með hárlos.

Auglýsing

Til að komast að því hvort þú hafir vanvirkni í skjaldkirtli þá þarftu að láta lækni mæla gildi TSH í blóðinu. Þú gætir mælst á “gráu svæði” sem er frá 3.0-4.5 sem er gildi sem er talið eðlilegt en gæti bent til þess að kirtillinn sé að ströggla. 

Ef þú ert á gráa svæðinu og ert með einhver að einkennum hér að ofan þá er næsta spurning sem þú ættir að spyrja þig: Af hverju? Hvernig varð ég svona?

Auglýsing

Góðu fréttirnar eru þær að ástæður fyrir vanvirni í skjaldkirtli er hægt að meðhöndla ef þú finnur út hvað veldur.

Hér eru helstu ástæður fyrir vanvirkni í skjaldkirtli:

1. Skemmd eftir eiturefni eins og t.d. kvikasilfur úr fisk eða silfur tannfyllingum.
2. Skemmd af völdum sjálfsofnæmissjúkdóms, ástand sem kallast Hshimoto’s. Þú getur beðið lækninn þinn að athuga með blóðprufu hvort þú þjáist af þessu,
3. Skortur á næringarefnum sem skjaldkirtillinn þarfnast, t.d. zink, selen og joð. Biddu lækninn að mæla zink og selen gildi í blóðinu.
4. Streita: hátt kortisól gildi getur truflað skjaldkirtils hormónin. Þú getur beðið læknirinn þinn að mæla gildi kortisól í blóðprufunni.

Þetta getur þú gert sjálf til að meðhöndla vanvirkni í skjaldkirtli:

1.Veldu fisk sem inniheldur lágt gildi af kvikasilfri. Eins er mjög sniðugt að taka smá lifrar hreinsun með detox viku eða 10 dögum.
2. Gangtu úr skugga um að þú þjáist ekki af Hashimoto’s. Ef þú ert með þá greiningu þá skaltu byrja á því að sleppa öllu gluten í fæðunni, koma jafnvægi á streitu hormónin og bæta ástand meltingarvegarins með góðri næringu og bætiefnum.
3. Taktu inn fjölvítamín með zink, selen og joð. Þú getur einnig fengið þessi efni í gegnum fæðuna. Gott er að taka inn ½ tsk af sesam fræjum eða 1 tsk af sólblómafræjum ásamt 1-2 brasilískum hnetum á hverjum degi. Úr þessu færðu zink og selen. Joð getur þú fengið úr joðsalti.
4. Komdu jafnvægi á streitu hormónin með hugleiðslu, jóga eða þeirri slökun sem gagnast þér best.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!