KVENNABLAÐIÐ

Sean Penn þoldi ekki að vera kallaður „Herra Madonna“

Stormasömu hjónabandi söngkonunnar Madonnu og leikarans Sean Penn entist í fjögur ár, en þeim var aldrei ætlað að vera saman. Þau gengu í það heilaga með hvelli árið 1985 en sögusagnir bárust fljótt út um framhjáhald, heimilisofbeldi og endalausar lygar. Í nýjum heimildarþáttum Reelz: Madonna & Sean Penn: Irreconcilable Differences má sjá hvernig hjónaband þeirra var dæmt til að mistakast.

Auglýsing

„[Sean] líkaði aldrei við fjölmiðlana, eða þá ástæðu þess að þeir eltu hann,“ segir stofnandi Naughtygossip.com, Rob Shuter, í stiklu fyrir þættina. „Þeir voru ekki að elta hann því hann vann Óskarinn, ekki því hann bjó til frábæra mynd, heldur eltu þeir hann því hann var orðinn Herra Madonna (Mr. Madonna).“

Auglýsing

Sean (58) og Madinna (60) skildu fjórum árum seinna, en leikarinn var orðinn gráhærður vegna skorts á einkalífi í hjónabandinu: „Ég held að fjölmiðlar og stjörnur eigi í erfiðu sambandi, en þau þarfnast hvors annars,“ segir Rob. „Stjörnurnar þurfa á okkur að halda, við þurfum á þeim að halda, og oft getum við fundið leið til að ná saman. Þetta gerðist aldrei með Sean Penn.“

Þættirnir Madonna & Sean Penn: Irreconcilable Differences verða frumsýndir þann 25. október næstkomandi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!