KVENNABLAÐIÐ

Olivia Newton-John réði einkaspæjara til að finna fyrrverandi kærasta

Söng- og leikkonan Olivia Newton-John var svo „ótrúlega áhyggjufull“ vegna dularfulls hvarfs fyrrverandi kærasta síns, Patrick McDermott, árið 2005, að hún réði sína eigin einkaspæjara til að finna hvar hann væri niðurkominn. Þetta upplýsir stjarnan í nýrri æviminningabók sem er komin út í heimalandi hennar, Ástralíu.

Auglýsing

Olivia hafði verið í óstöðugu sambandi við Patrick í gegnum tíðina en hann var í bandaríska sjóhernum. Líklegast þótti að hann hefði drukknað í veiðitúr fyrir utan Kaliforníuríki í júní 2005, en Olivia vildi ekki trúa því. Hún hafði því samband við öryggissérfræðinginn Gavin de Becker í þeirri von að finna raunhæfari svör:

„Við ákváðum að senda tvo einkaspæjara á hans vegum til Mexíkó á sérstaka staði sem Patrick hafði talað um,“ skrifar Olivia í bókinni Don’t Stop Believin’. „Ég spurði Gavin hvort ég ætti að fara í sjónvarpið og setja fram beiðni um hvort fólk hefði séð hann, en hann ráðlagði mér að gera það ekki.“

Auglýsing

Spæjararnir settu upp plaköt um alla Mexíkó en enginn hafði séð hann, að hennar sögn.

Olivia sem nú er sjötug, trúði því einnig að Patrick hefði flúið til Kóreu, en hann var þaðan. Ekkert fréttist þó af því.

The National ENQUIRER flutti frétt árið 2016 – 11 árum eftir hvarf Patricks – að hann hefði sviðsett dauða sinn til að forðast gjaldþrot og væri nú að vinna á lúxussnekkjum í Mexíkó.

Ef hann væri nú á lífi væri hann 61 árs.

Olivia segir að enn sé sárt til þess að hugsa að hún fái aldrei að vita sannleikann um hvað gerðist. Það eina sem gerðist jákvætt að hennar mati var að hún komst í gott samband við fyrrverandi eiginkonu hans, Yvette, og son þeirra Chance: „Yvette trúir því að Patrick hefði aldrei farið frá stráknum sínum,“ skrifar Olivia. „Ég er sammála henni. Ég hef lifað með sársaukanum svo lengi, en ég varð að kenna sjálfri mér að lifa í núinu, sem er mjög mikilvæg lífsregla.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!