KVENNABLAÐIÐ

Paula Abdul datt af sviðinu í miðju atriði: Myndband

Söngkonan Paula Abdul varð fyrir óskemmtilegri reynslu á laugardagskvöldið, en hún var að halda tónleika í Biloxi, Mississippiríki, þegar hún féll af sviðinu á augabragði. Var hún í miðju lagi – að syngja The Promise of a New Day og gekk til að fagna áheyrendum þegar hún skyndilega datt fram af sviðinu. Aðdáendur voru skelkaðir og öskruðu, enda var þetta ekki hluti af atriðinu.

Auglýsing

TMZ segir að blessunarlega hafi Paula ekkert slasast. Er hún á fyrsta tónleikaferðalaginu sínu í 25 ár, og kallast hann Straight Up Paula! Hún sagði í viðtali við E! á dögunum: „Það eru liðnir áratugir síðan ég fór í tónleikaferðalag en ég var á ferðinni síðasta sumar með New Kids on the Block og Boyz II Men og skemmti mér konunglega. Allir fögnuðu mér og ég var mimnnt notalega á hvernig þetta var áður“

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!