KVENNABLAÐIÐ

Hún er fertug, ein á báti og hefur eignast 44 börn!

Mariam Nabatanzi er fertug kona frá Úganda í Afríku og hefur hún verið nefnd „frjósamasta kona í landinu“ eftir að í ljós kom að hún hefur fætt 44 börn. Í þorpinu hennar Kabimbiri, í mið-Úganda, er Mariam þekkt sem Nalongo Muzaala Bana (tvíburamamman sem framleiðir fjórbura) og er það í raun réttnefni. Þrátt fyrir að hafa lifað í fjóra áratugi hefur hún eytt 18 árum í að ganga með börn.

Í þessu er meðtalið sex tvíburar, fjórir þríburar, þrír fjórburar og svo auðvitað eitt og eitt! Af þessum 44 börnum sem hún hefur komið í þennan heim eru 38 á lífi og flest búa enn heima. Mariam er einstæð móðir og þrátt fyrir að sjá fyrir svo ógnarstórri fjölskyldu nær hún alltaf að gefa öllum að borða.

Auglýsing

Líf Mariam hefur aldrei verið auðvelt eða einfalt. Þegar hún var 12 ára var hún gefin manni sem var 28 árum eldri en hún. Stjúpmóðir hennar reyndi að ganga af henni dauðri en hún lifði af árásina. Setti konan mulið glas í mat hennar og systkina hennar og myrti þannig fjögur systkini. Hún lifði af því hún var ekki heima á þessum tíma en foreldarnir náði þó að losa sig við hana með því að gifta hana mun eldri manni sem beitti hana líkamlegu ofbeldi þegar hún gerði eða sagði eitthvað sem honum líkaði ekki: „Eiginmaður minn var giftur mörgum börnum úr fyrri samböndum sem ég þurfti svo að hugsa um því mæðurnar voru út um allt land. Hann var mjög ofbeldisfullur og barði mig við hvert tækifæri sem gafst, meira að segja þegar ég stakk upp á einhverju sem honum líkaði ekki,“ sagði Mariam í viðtali við Daily Monitor, dagblað í Úganda.

Eignaðist hún sín fyrstu börn, tvíbura, árið 1994, þá 13 ára. Tveimur árum síðar eignaðist hún þríbura og tveimur árum seinna – fjórburar! Þrátt fyrir að flestum þyki það óvenjulegt finnst Mariam það ekki. Faðir hennar átti 45 börn með hinum ýmsu konum og voru það einnig tví- þrí- fjór- og fimmburar.

Dr. Charles Kiggundu, kvensjúkdómalæknir á Mulago spítalanum í Kampala sagði að óvenjuleg frjósemi Mariam sé sennilega ættgeng: „Hún hefru ofur-egglos (líkaminn leysir út mörg egg á einum tíðahring) sem eykur líkurnar á fjölburafæðingum og það er alltaf ættgengt.“

Mariam dreymdi um að eignast sex börn, en á hennar sjöttu meðgöngu hafði hún þá þegar fætt 18 börn. Þarna vildi hún stoppa. Hún fór á spítalann til að fá aðstoð en henni var sagt að öll inngrip gætu reynst henni lífshættuleg. Reyndi hún að fara á lykkjuna en hún varð ofboðslega veik: „Ég varð svo veik, kastaði stöðugt upp og var næstum látin. Ég var í dái í heilan mánuð,“ segir Mariam.

Auglýsing

Þegar hún var 23 ára átti hún 25 börn og fór hún þá á spítalann aftur. Ekkert var hægt að gera, hún framleiddi egg í stórum stíl. Læknirinn hennar sagði að það væru aðferðir til að koma í veg fyrir getnað en það var ekki gert fyrr en í desember árið 2016 og var þá klippt á eggjaleiðarana.

Það er erfitt að ímynda sér móður ala upp 38 börn ein, en Mariam er kraftaverkakona. Eiginmaður hennar er aldrei viðstaddur, og þegar hann kemur laumar hann sér inn á nóttunni og fer áður en krakkarnir ná að sjá hann. Sonur Mariam, Charles (23) er elstur barna hennar. Sagði hann í viðtali við Daily Monitor að hann hefði síðast séð föður sinn þegar hann var 13 ára og sum systkina hans hafi aldrei séð hann: „Ég get sagt ykkur það að systkini mín vita ekki hvernig pabbi lítur út. Ég sá hann síðast þegar ég var 13 og bara stuttlega að kvöldi til því hann rauk út stuttu seinna.“

Eiginmaðurinn kemur heim um einu sinni á ári og þegar hann kemur er hann drukkinn og ofbeldishneigður. Hann sér ekki fyrir fjölskyldunni svo það hlutverk er algerlega á hennar herðum. Hann var ekki viðstaddur margar skírnir og sagði henni nöfnin í gegnum símann: „Ég þoli þessa niðurlægingu því frænka mín sagði að ég ætti að endast í hjónabandi og börnin ættu að vera minn meginfókus. Hún ráðlagði mér að framleiða ekki börn frá mörgum mönnum,“ sagði hin staðfasta móðir.

Mariam vinnur myrkrana á milli – allt sem hún getur fengið. Hún greiðir hár, stíliserar brúðkaup, skreytir fyrir viðburði. Allt til að fæða börnin sín. „Allt kemur úr mínum vasa. Ég kaupi 10 kíló af maísmjöli á dag, fjögur kíló af sykri og þrjú sápustykki. Guð hefur verið okkur góður og ekki hefur einn matarlaus dagur liðið.“

Eftir umfjöllun Daily Monitor um Mariam Nabatanzi í apríl í fyrra var síða sett á stofn á GoFundMe. Safnaði hún 10.000 dollurum á einum mánuði.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!