KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum American Idol keppandi handtekinn fyrir heróínsmygl

Antonella Barba (31) sem keppti í hæfileikakeppninni American Idol var handtekin í Norfolk fyrir að reyna að smygla heróíni. Söngkonan tók þátt í keppninni árið 2007 en var send heim þegar hún var komin í 16 manna úrslit.

Auglýsing

Auglýsing

Antonella var handtekin þann 12. október síðastliðinn og sér fram á ákæru þar sem hún var með meira en 100 grömm af heróíni. Henni er haldið án tryggingar og á að mæta fyrir rétt þann 15. október næstkomandi.

Söng Antonella lag Celine Dion „Because You Loved Me,“ en hún komst í fréttirnar þegar upp komst um myndir sem hún sat fyrir á – m.a. í blautbol fyrir framan minnismerki um heimsstyrjöldina síðari í Washington DC.

Árið 2012 kom hún svo fram í þættinum Fear Factor og svo kom hún fram í Jimmy Kimmel Live! með fyrrum Idol stjörnum til að sjá hvað þær væru að gera í dag.

Hún grét þegar hún var send heim, en þetta árið vann Jordin Sparks.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!