KVENNABLAÐIÐ

Nýjasta parið: Channing Tatum og Jessie J

Leikarinn og hjartaknúsarinn Channing Tatum er ekki búinn að vera lengi á markaðnum, en hann og Jenna Dewan skildu fyrir ekki svo löngu. Nú er hann farinn að hitta söngkonuna og Íslandsvininn Jessie J og þau hafa að vera að hittast í um tvo mánuði!

Auglýsing

Channing hefur sést á tveimur tónleikum Jessie, einum í Seattle og öðrum í Salt Lake City, nú síðast á mánudag. Á laugardaginn síðasta þegar hún var í Seattle fóru þau í mini golf. Þykir Jessie sláandi lík Jennu, fyrrverandi hans Channings.

jessi

Auglýsing

Channing og Jenna skildu í aprílmánuði á þessu ári. Í september sagði People tímaritið frá því að þau bæði væru að hitta nýtt fólk: „Jenna hefur farið á nokkur stefnumót en talar ekki um kærasta,“ sagði heimildarmaður þá og sagði að hún væri að ferðast milli L.A og Atlanta fyrir hlutverk hennar í The Resident sem er tekin upp í Georgiu.

Auglýsing

Channing hefur líka verið að fara á einhver stefnumót en segist bara vera að „hafa gaman“ en það sé „ekkert alvarlegt.“ Ekki þar til núna allavega!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!