KVENNABLAÐIÐ

Rosie O’Donnell bað kærustunnar sinnar

Spjallþáttastjórnandinn Rosie O’Donnell er trúlofuð! Hún og lögreglukonan Elizabeth Rooney hafa verið að hittast í eitt ár og átt í eldheitu ástarsambandi. Þrátt fyrir 22 ára aldursmun eru þær afskaplega ástfangnar, en Rosie er 56 ára og Elizabeth 33 ára. Þær héldu sambandinu leyndu til að byrja með en Elizabeth vinnur sem lögreglukona í Worcester, Massachusettsríki.

Auglýsing

„Elizabeth er í lögreglunni þannig hún reynir að halda smáatriðunum fyrir sig,“ segir vinur parsins.

Auglýsing

Rosie og kærastan opinberuðu samband sitt í nóvember 2017 eftir að fyrrverandi eiginkona Rosiear Michelle Rounds tók sitt eigið líf. Þær voru giftar í þrjú ár en enduðu í biturri skilnaðardeilu árið 2015.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!