KVENNABLAÐIÐ

Madonna og Guy Ritchie semja frið eftir áralanga misklíð

Madonna og fyrrverandi eiginmaðurinn, leikstjórinn Guy Ritchie hafa nú gert upp sín mál og eru farin að tala saman aftur. Þeim lenti alvarlega saman vegna Rocco, sonar þeirra, en hafa nú samið frið og er hún jafnvel farin að gefa Guy ráð í líkamsræktinni: „Þau hafa samið vopnahlé út af drengnum þeirra og eru farin að vinna í þeim málum beggja megin Atlantshafsins. Þau hafa ekki verið í svona góðu sambandi í mörg ár,“ segði vinur Madonnu í viðtali við Radar.

Auglýsing

Hafa þau gert sér grein fyrir að lífið er of stutt og vilja þau láta rifrildi og kvabb lönd og leið vegna Rocco meira en nokkuð annað.

mad rocc

Þau hafa meira að segja fundið sameiginlegan grundvöll til að spjalla en það er varðandi líkamsrækt: „Guy segir að hún sé enn að veita honum harða samkeppni, en nú er það ræktartengt. Hún er alltaf að skipta sér af heilsumálum og forvitnast um hvað hann sé að gera og borða – og hún gerir það fyrir Rocco líka. Hún á mörg ráð í pokahorninu og vill að þeir skipti ræktinni upp í jóga, pilates, dans og box.“

Auglýsing

Guy er hættur öllu rugli: „Guy er á góðum stað, hann vinnur hóflega og er mikið nálægt heimili sínu í London,“ segir vinurinn. „Hann er ekki alveg hættur að drekka en hann elskar að vera pabbi og tekur við ábyrgðinni og vinsamleg samskipti hans við Madonnu hafa mikið að segja um það líka.“

Þau Madonna og Guy lentu í miklum deilum vegna forræðis Roccos í fyrra, en hann vildi frekar búa hjá pabba sínum í London en hjá henni í New York.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!