KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner segist vilja eignast fleiri börn með Travis Scott

Kylie Jenner segist vera „ástsjúk“ í kærastann Travis Scott og kallaði hún hann „eiginmann“ sinn eftir frammistöðu hans í Saturday Night Live. Hún póstaði myndum af honum á Instagram af honum í sjónvarpinu og kallaði hann „hubby“ (slangur fyrir husband) þrátt fyrir að þau séu ekki gift.

Auglýsing

Parið á dótturina Stormi saman og hún telur að Travis sé frábær pabbi. Í Snapchat Q&A með Jordyn Woods, bestu vinkonu sinni tjáði hún ósk sína um fleiri börn. Hún sagði: „Er ég að fara að eignast annað barn? Ég vil annað barn en „hvenær“ er spurningin og ég er alls ekki tilbúin á þessari sekúndu.“

„Og ég veit ekki hvenær ég verð það, en já, þegar ég verð það mun ég deila því með ykkur. Hef ég hugsað um nöfn fyrir næsta barn? Já, ég hef gert það en hef ekki fundið neitt sem ég „elska“ elska,“ hélt hún áfram. „Ég vil svo sannarlega aðra stelpu, vonandi, og ég vil hún fái mjög kvenlegt nafn.“

Auglýsing

View this post on Instagram

??

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

 

Kylie segir að Stormi sé bæði lík sér og Travis, persónuleikinn það er. „Hún er með líkan persónuleika og Kendall og pabbi sinn. Hún er alveg eins og pabbi sinn en lítur út eins og ég, svo. Hún er með þráhyggju fyrir pabba sínum samt.“

Segir hún ennfremur að þau deili „brjálaðri tengingu“ og Stormi sé alger pabbastelpa: „Það er sætt að sjá það. Þegar pabbi er nálægt er eins og ég sé ekki þarna.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!