KVENNABLAÐIÐ

Kate Hudson fagnar þriðja barninu – dótturinni Rani Rose

Leikkonan Kate Hudson (39) fagnar nú dóttur í fyrsta sinn, en hún á tvo drengi fyrir. Birti hún mynd af litlu prinsessunni vafinni í teppi og sagði: Litla rósin okkar.

Fæddist litla stúlkan fyrr í vikunni og hefur hlotið nafnið Rani Rose. Barnsfaðir Kate er Danny Fujukawa, svo fullt nafn litlunnar verður Rani Rose Hudson Fujikawa.

Auglýsing

View this post on Instagram

?Our little rosebud?

A post shared by Kate Hudson (@katehudson) on

„Við höfum ákveðið að nefna hana Rani (borið fram „Ronnie“),“ sagði Kate. Litla stúlkan ber því nafn afa hennar, Ron Fujikawa. Sagði Kate einnig: „Ron var mjög sérstakur maður sem við söknum öll mjög.“

Auglýsing

Kate á tvo syni, Ryder (14) með rokkaranum Chris Robinson og Bingham (7) með söngvara Muse, Matt Bellamy.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!