KVENNABLAÐIÐ

Nicholas Cage ásakaður um ofbeldi gagnvart fyrrverandi kærustunni sinni

Leikarinn Nicholas Cage á að hafa verið „ofurölvi“ og ráðist á fyrrverandi kærustuna sína, Vickie Park, á SLASH kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði. Dómsskjöl staðfesta þetta, en Vickie lagði fram kæru. Einnig vildi hún fá nálgunarbann á fyrrverandi eiginkonu og barnsmóður Nicholas, Alice Kim.

Auglýsing

Vicki segir Nicholas hafa ráðist á hana þann 20. september síðastliðinn og hann hafi verið „afar ölvaður“ og vildi samt meina að um geðsjúkdómi leikarans hafi verið um að kenna: „Ég veit um áfengissýki hans, þunglyndi og geðsjúkdóma og einnig að móðir hans er nú sem stendur enn á geðdeild,“ segja dómsskjölin.

Konan segist vera „dauðhrædd“ að fara út úr húsi því Alice hefur setið um hana og lætur hana ekki í friði á samfélagsmiðlum. Eftir að Nicholas og Vicki fóru að hittast í júnímánuði árið 2017 hafi Vicki verið „dauðhrædd um líf mitt vegna tilburða afbrýðissamrar eiginkonu hans, Alice Cage,“ segir í dómsskjölum.

Auglýsing
Nic og Vicki
Nic og Vicki

Vicki segir Alice sitja um hana á Instagram og hefur hún þurft að blokka hana. „Ég er hrædd við hana, hún sendir Nic skilaboð um mig – breiðandi út lygar og rógburð um mig um alla Los Angeles og Las Vegas.“

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að einhver væri í hættu og hafi Vickie ekki sýnt sönnunargög um ofbeldi, hótanir um ofbeldi eða að hún væri í neinni hættu. Neitaði hann einnig Vicki um nálgunarbann á Alice og verður málið tekið aftur fyrir síðar í mánuðinum.

Alice og Nicholas giftu sig árið 2004 og skildu árið 2016. Þau eiga eitt barn saman, soninn Kal-El sem er 13 ára.

Vicki sagði einnig að erfitt samband Nic við Alice leiddi til þess að hann beitti sig ofbeldi: „Ég er hrædd og stressuð af því að þeirra eitraða samband hefur smitast yfir á mig – líkamlega og andlega. Þau eru í skilnaðardeilu þar sem hún vill fá 30-40.000 dollara mánaðarlega fyrir sig sjálfa og segir ekki hversu mikið sonurinn Kal á að fá.“
Talsmaður Nicholas hefur neitað þessum ásökunum: „Nicholas og Alice neita þessum fáránlegu ásökunum varðandi nálgunarbann á Alice.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!