KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner í sárum eftir að Sophia Hutchins sagði þær „bara viðskiptafélaga“

Caitlyn Jenner er afar sár eftir að „kærastan“ Sophia Hutchins lét hafa eftir sér að þær væru ekki par, bara viðskiptafélagar.“ Nú er fyrrum Ólympíumeistarinn að „endurmeta“ sambandið.

„Cait er með brostið hjarta að Sophia skyldi ekki senda út hátt og snjallt að hún væri ástfangin af henni og segja eins og er, að þær eigi í rómantísku sambandi,“ segir náinn vinur Jenner í viðtali við Radar. „Caitlyn er ekki viss af hverju Sophia sagði þetta og hún er ekki ánægð með þetta viðtal.“

Viðtali sem um ræðir var við Jim Breslo á hlaðvarpinu hans Hidden Truth sem birt var þann 3. október. Í viðtalinu talaði Sophia um sambandið við Caitlyn og voru margir mjög hissa þegar hún sagði að þær ættu ekki í kynferðislegu sambandi.: „Hluti af Cait finnst hún vera notuð og hún hélt hún myndi aldrei upplifa tilfinningar til annarar manneskju eins og fyrrverandi, Kris Jenner. Hún er mjög sár og langar að refsa henni með því að taka af henni kreditkortin og endurhugsa málin.“

Eins og lesendur vita hefur Cait ausið Sophiu gjöfum og öllu því sem hún vill og búa þær í lúxus í Malibu, Kaliforníuríki: „Caitlyn eyðir formúu í Sophiu. Hún fer með henni út að borða og kaupir dýr föt og handtöskur í hverri viku.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!