KVENNABLAÐIÐ

Hjónaband Amber Heard og Johnny Depp var eiginlega búið áður en það byrjaði

Leikarinn Johnny Depp og leikkonan Amber Heard fóru að hittast árið 2012 og urðu strax uppáhald slúðurmiðla. Þau hittust fyrst við gerð myndarinnar The Rum Diary árið 2009 þegar Johnny var enn með barnsmóður sinni, Vanessu Paradis.

Auglýsing

Í nýjum heimildarþáttum frá REELZ segir höfundurinn Rob Shuter: „Þetta var smá rómans á setti og ekkert meira. Þau döðruðu og fóru síðan aftur að lifa sínum lífum.“

Árið 2012 skildu Johnny og Vanessa og Johnny var ekki lengi að fara í faðm Amber. Áður en þau trúlofuðu sig árið 2014 var oft talað um vandræði í hjónabandinu- framhjáhald, ofbeldi og mikil rifrildi.

Auglýsing

„Margt slæmt var sagt um hjónaband þeirra áður en þau í raun giftu sig. Sambandið var í molum áður en þau voru jafnvel trúlofuð,“ segir Shallon Lester, ritstjóri Star Magazine.

Johnny var þekktur, eins og allir vita, en Amber fór svo að skapa sér nafn í bransanum: „Hann átti þessa ungu konu sem varð stöðugt vinsælli. Þessi valdabarátta var þeim báðum erfið.“

Auglýsing

Amber og Johnny virtust mjög náin og ástfangin í nokkur ár, en um leið og leikkonan ásakaði eiginmanninn um líkamlegt ofbeldi varð allt vitlaust: „Næstum eins fljótt og það byrjaði, féll það í sundur. Minnst var á ofbeldi, hún var með sannanir, myndbönd og textaskilaboð. Þannig þetta var mjög, mjög ljótt fljótlega, segir Rob.

Johnny heldur áfram að neita þessum ásökunum um ofbeldi. Vinir hans og fjölskylda hafa líka varið hann.

Að lokum þurfti Johnny að greiða Amber 7 milljónir dala til að enda hjónabandið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!