KVENNABLAÐIÐ

Af hverju komast stjörnur stöðugt upp með barnaníð?

Athyglisverð grein hreyfingarinnar She The People hefur vakið mikla athygli enda er bent á að margar stjörnur í sögunni hafi verið að hitta stúlkur undir lögaldri en enginn sagt neitt við því. Ekkert breytist nema það sé talað um það.

Auglýsing

Árið 1957 giftist Jerry Lee Lewis frænku sinni, hinni 13 ára gömlu Myra Brown. Hún trúði enn á jólasveininn.

Árið 1959 hitti Elvis Presley konuna sína sem varð síðar eiginkona hans. Hann var 25 ára og hún 14 ára.

Steven Tyler (söngvari Aerosmith) keypti forræðisrétt yfir 16 ára stúlku, Julia Holcomb af móður hennar þegar hann var 27 ára til að hann gæti ferðast með hana í gegnum hin ýmsu ríki þegar hann var á tónleikaferðalagi.

Oft er talað um „áralangt rómantískt samband” Celine Dion og Rene Angelil en Celine var einungis 12 ára þegar hinn 38 ára gamli Rene varð umboðsmaður hennar. Þau opinberuðu samband sitt þegar hún var 19 ára.

Árið 1984 fór Bill Wyman, bassaleikari Rolling Stones, að hitta Mandy Smith. Hún var þá 13 ára. Þrátt fyrir að þau hafi ekki gengið í það heilaga fyrr en hún var orðin 18 ára, segir Mandy þau hafa stundað kynlíf fyrst þegar hún var 14 ára. Bill var aldrei rannsakaður, hvað þá ákærður.

Árið 1991 hitti leikstjórinn Luc Besson (32) Maïwenn Le Besco þegar hún var 15 ára. Þau giftu sig og var samband þeirra kveikjan að kvikmyndinni Léon: The Professional (1994), sem snerist um tilfinningasamband milli fullorðins manns og ungrar stúlku.

Auglýsing

Grínistinn Jerry Seinfeld var 39 ára árið 1993. Þá hitti hann hina 17 ára gömlu Shoshanna Lonstein og þau fóru að hittast reglulega í fjögur ár.

Barnaníðingurinn R Kelley giftist R&B söngkonunni Aaliah leynilega árið 1994, þegar hún var 15 ára og hann 27. Þau hittust fyrst þegar hún var 14 og hann hjálpaði henni að semja tónlist fyrir fyrstu plötu hennar“Age Ain’t Nothing but a Number.“

R Kelly and Aalyah
R Kelly and Aalyah

Leikstjórinn Woody Allen giftist stjúpdóttur sinni. Þrátt fyrir að hún hafi verið 21 árs, hittust þau fyrst þegar hún var átta ára gömul.

Í kringum árið 2000 fór „That 70s Show“ leikarinn, Wilmer Valderrama, að hitta táningsstúlkur og neitaði að vera yfir þrítugt. Hann fór á stefnumót með Mandy Moore, þá 16 ára og hann var fjórum árum eldri. Þegar hann var 24 ára fór hann að hitta Lindsay Lohan sem var þá 17 en þau héldu sambandinu leyndu þar til hún var átján, árið 2004. Árið 2010 var hann þrítugur og var þá að hitta hina 17 ára gömlu Demi Lovato.

wilmer

Joel Madden og Hillary Duff þóttust vera „bara vinir” árið 2004 þar til á átján ára afmælinu hennar árið 2006.

Rapparinn Tyga og Kylie Jenner fóru að „hanga saman” árið 2014, þegar Kylie var 16 ára og hann 24. Þau opinberuðu sambandið eftir 18 ára afmæli hennar árið 2016.

tyga 1

Nú er árið 2018. Millie Bobby Brown, 14 ára, hefur í sakleysi sínu lýst því yfir að rapparinn Drake (31) hefur verið vinur hennar í heilt ár, að gefa henni ráðleggingar varðandi stráka. Þau eru bara vinir, segir hún. Hann sendir henni skilaboð: „Ég sakna þín.” Þetta er hinn sami Drake sem hefur oft skautað í kringum þetta „vinadæmi þangað til hún er orðin 18 ára” og er nýjasta tilfellið fyrirsætan Bella Harris sem er 18 ára.

Þetta er ekki vinskapur. Þetta er tæling. Enginn mun stöðva þetta. Þau munu fara á stefnumót. Hann mun sofa hjá henni, sennilega innan tveggja ára. Það er öllum sama því hann er karlmaður og stjarna.

Það mun öllum vera sama nema við hvetjum fólk til að vera ekki sama. Fólki á ekki að vera sama. Það er enginn frípassi. Ónýtur ferill er það minnsta sem þeir verðskulda. Þetta er ekki sætt. ÞETTA ER EKKI Í LAGI.

~ Verity Violet

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!