KVENNABLAÐIÐ

Leikarinn Owen Wilson að verða faðir í þriðja sinn

Það vissi enginn af þessu: Gamanleikarinn Owen Wilson (49)  mun nú verða í þriðja sinn, en barnsmóðir hans tilvonandi hefur nú tjáð sig um væntanlega fæðingu. Varunie Vongsvirates (34) og Owen eiga nú von á sínu fyrsta barni saman og er hún sett núna, þann 28. september næstkonandi.

Auglýsing

„Hann er mjög spenntur,“ segir Varunie í viðtali við Radar. Segir hún einnig að þau hafi verið að hittast í fimm ár, en hann vilji helst af öllu að sambandið fari leynt. Barnið, sem er væntalegt, mun fá nafið Lyla og segir Varunie að hún kvíði fæðingunni ekki neitt: „Ég er tilbúin!“ sagði hún.

Einnig segir hún að Owen muni verða frábær pabbi þar sem hann á nú þegar tvö börn og sinni þeim vel.

Auglýsing

Póstaði hún mynd af þeim á samfélagsmiðla í ágúst síðastliðnum, tveggja ára gamalli, frá frumsýningu Father Figures.

Wilson á nú þegar Robert Ford (7) með flugkonunni Jade Duell og soninn Finn (4) með ballerínunni Caroline Lindqvist.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!