KVENNABLAÐIÐ

Bill Cosby dæmdur í allt að 10 ára fangelsi fyrir kynferðisglæpi

Grínleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í þriggja til 10 ára fangelsi fyrir kynferðislega árás. Hefur hann einnig fengið „nafnbótina“ kynferðislega ofbeldisfullt rándýr (e. sexually violent predator) sem þýðir að hann þarf að undirgangast ráðgjöf þar sem eftir er og verður settur á lista fyrir kynferðisglæpamenn.

Auglýsing

Leikarinn neitaði að svara þegar dómarinn gaf honum tækifæri.

Í endurupptöku málsins var Bill fundinn sekur um þrjú ákvæði kynferðisglæps, fyrir að dópa og misnota Andreu Constand árið 2004.

Dómarinn Steven O’Neill neitaði því að Cosby gæti verið laus gegn tryggingu. Við uppkvaðningu dómsins sagði hann: „Hr Cosby – þú tókst fallega heilbrigða sál og eyðilagðir hana.“

Auglýsing

Bill Cosby departs after day 10 of the sexual assault trial of the 80 year old comedian and actor at Montgomery County Court House in Norristown, PA, on April 20, 2018. (Photo by Bastiaan Slabbers/NurPhoto via Getty Images)

Verjendur reyndu að halda því fram að Bill væri blindur og orðinn áttræður og gæti ekki viðhaft kynferðislega tilburði lengur – semsagt að hann væri ekki ógn lengur.

Þar sem hann verður skráður sem kynferðisglæpamaður munu skólar og barnaheimili nálægt heimili hans verða gert viðvart.

Sálfræðingurinn Kristen Dudley bar vitni á mánudag og sagði Bill Cosby sýna merki þess að vera með geðsjúkdóm og hann væri líklegur til að brjóta af sér aftur.

Getur Bill því þurft að sitja í fangelsi í 10 ár. Verjendur hans vilja fá að breyta dómnum í stofufangelsi.

Andrea Constand sagði að hún hafði litið á Bill sem „læriföður“ en hann gaf henni pillur og hún var „frosin“ og gat ekki stöðvað árásina. Hún sagði: „Til að skilja að fullu þessa árás á mig, þá þurfið þið að skilja hver ég var áður en það gerðist.“ Lýsir hún því að hún hætti að borða, sofa og umgangast fólk eftir árásina. Hún lýsir sér sem „ungri konu með óbilandi sjálfstraust“ áður en Cosby tók það frá henni.

Bill Cosby í handjárnum í dag
Bill Cosby í handjárnum í dag

Lili Bernard og fyrrum fyrirsætan Janice Dickinson – sem báðar höfðu ásakað Bill um hið sama- tvítuðu á þriðjudag: „Réttlætið nái fram að ganga! #metoo“

Eiginkona Bills, Camille, var ekki viðstödd uppkvaðningu dómsins

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!