KVENNABLAÐIÐ

Justin Theroux tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn við Jennifer Aniston

Leikarinn Justin Theroux hefur nú tjáð sig í viðtali við The New York Times um skilnaðinn við leikkonuna Jennifer Aniston. Fyrirsögn greinarinnar er „Justin Theroux is on the prowl,” (Justin er á vappi/ráfar um) og undirfyrirsögnin er „Being married to ‘America’s sweetheart’ didn’t work out.“ Nú er Justin kominn aftur til New York þar sem hann hangir með vinum sínum, djammar á kvöldin og er bara svalur.

Auglýsing

Justin segir varðandi skilnaðinn: „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær…nú vel ég orð mín mjög vandlega…að þetta var mjög varfærnislegur skilnaður, það var engin óvild. Það var skrýtið, bara að hugsa um hugmyndina að skilja er virkilega slítandi.“

Auglýsing

Hjónin uxu í sundur og segir Justin: „Það eru litlir hlutir sem gerast í lífinu. Þegar þú ert stöðugt í fréttum líður manni eins og þeir séu samt 10 á Richterskala.“

Auglýsing

Jennifer og Justin hættu saman í febrúar á þessu ári. Núna nokkrum mánuðum seinna segir Justin að hann sé að aðlagast vel og gefur í skyn að Hollywoodskilnaðir séu öðruvísi því þeir séu hluti af fáránlegum lífsstíl þar sem leikarar ferðast mjög mikið vegna hlutverka.

„Þetta var ekki eins og hjá venjulegum pörum þar sem öllu er skipt til helminga. Við erum bæði á lífi og vildum ekki meiða hvort annað. Þetta var gert í kærleika. Leiðinlegt, ég veit en þú veist, við virðum hvort annað svo mikið að þetta var eins sársaukalaust og hægt var.“

Þegar hann var inntur eftir hvort hann sé farinn að hitta aðrar konur sagði ahnn: „Er þetta þegar ég get lyft brúnum og ekki svarað spurningunni?“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!