KVENNABLAÐIÐ

Michelle Williams finnur ástina á ný – áratug eftir dauða Heath Ledger

Leikkonan og fyrrverandi kona leikarans Heath Ledger hefur nú ákveðið að kynna foreldra hans fyrir nýju ástinni í lífi sínu. Foreldrar Heaths er afskaplega ánægðir fyrir hennar hönd og tilvonandi eiginmannsins. Nú er áratugur liðinn síðan leikarinn dó vegna ofneyslu eiturlyfja og Michelle hefur ákveðið að halda áfram. Hún hlakkar til að kynna hann fyrir fjölskyldunni.

Auglýsing

„Við ætlum að hitta Matildu í New York í næstu viku. Við verðum þar í nokkra daga og hlökkum til að sjá hversu mikið hún hefur stækkað,“ segir faðir Heaths, Kim Ledger í viðtali við Us Weekly.

Heath og Michelle
Heath og Michelle

Matilda er dóttir Michelle og Heaths og er nú orðin 12 ára gömul. Kim segir: „Hún er orðin býsna hávaxin.“

Auglýsing
Michelle og Matilda
Michelle og Matilda

Hjónin Kim og Sally Ledger segja að það hafi verið „léttir“ að hitta Michelle (38) og Matildu og eru þau ánægð með að hún hafi fundið ástina að nýju með Phil Elverum. „Við hittum hann líka,“ sagði Sally en vildi alls ekki gefa upp neitt meira varðandi sambandið: „Michelle er mjög hógvær og við erum það líka. Henni er annt um einkalífið og við viljum ekki tala of mikið um hana. En við erum glöð fyrir hennar hönd.“

Auglýsing

Vitað er að Michelle póstar oft hjartnæmum sögum um Heath og segir dóttur sinni þær…um ástarsögu þeirra og æðislegt líf hans áður en hann féll frá.

Í júlí 2018 játaðist hún Phil í athöfn þar sem fáeinir ástvinir og ættingjar mættu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!