KVENNABLAÐIÐ

Bryndís Steinunn: „Ég var í rauninni að fremja hægt sjálfsmorð“

Einstaklingar sem glíma við ofþyngd eiga oft erfitt með að grenna sig. Bryndís Steinunn segir að áður en hún hóf baráttuna hafi hún í raun verið að fremja hægt sjálfsmorð. Bryndís Steinunn deilir árangurssögu sinni með okkur, enda hefur hún náð undraverðum árangri.

Bryndís Steinunn skráði sig í Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun hjá Júlíu Magnús­dótt­ur heil­su­markþjálfa og stofnanda Lifðu til fulls og deilir hér með okkur sögu sinni og upplifun af þjálfuninni! „Þessi þjálfun bjargaði lífi mínu og það eru engar ýkjur”

Auglýsing

Nýtt líf og Ný þú þjálfunin er haldin árlega og fer nú af stað í sjöunda sinn næstkomandi miðvikudag 26. september. Þjálfun hefur hjálpað hundruðum einstaklinga að öðlast aukna orku, vellíðan og þyngdartap að varanlegum lífsstíl rétt eins og árangurssaga Bryndísar segir okkur betur frá.

Bryndís Steinunn áður
Bryndís Steinunn áður

Í þjálfun er unnið á hugarfari, mataræði og hreyfingu og segir Júlía lykilinn að því að halda úti breytingum í lífsstíl vera bragðgóðan mat, engin bönn og hugarvinnan sem sérstaklega er tekin fyrir í þjálfun.

„Mér líður stórkostlega og mörgum árum yngri!” segir Bryndís.

Auglýsing

Leiðin að árangrinum

„Ég var orðin virkilega hrædd um líf mitt, langaði að breyta en hafði í raun prófað allt og ekkert virkaði. Ég er með sykursýki og í hvert sinn sem ég fór til læknis mældist langtímasykurinn í kringum 12-13 og fèkk ég að vita að ég yrði að ná honum niður í 7.5. Í raun var ég að fremja hægt sjálfsmorð,” segir Bryndís og bætir við að langtímasykurinn mælist nú 6.2.

Bryndís þjáðist af verkjum sem höfðu alvarlega fylgikvilla, en hún tók gríðarlegt magn af verkjatöflum til að halda þeim niðri, sem er augljóslega ekki gott til lengri tíma.

„Verkir hafa minnkað töluvert. Ég bruddi áður 4-500 töflur af parkódíni á ári en á síðustu níu mánuðum hef ég tekið inn um 20-30 töflur.”

Vert er þó að taka fram að öll lyfjaminnkun hefur verið gerð í samráði við lækni hjá Bryndísi.

Eitt af því skemmtilegasta við þjálfunina er andinn sem myndast og vináttan á milli þátttakenda sem vinna allar að sínum markmiðum.

„Það var dásamlegt að vera með stelpunum í hópþjálfuninni. Allir deila sínum árangri og uppskriftum og ef einhver fór út af sporinu fóru allir í það að peppa upp og koma manni aftur á fætur. Stuðningur frá öðrum var alveg ómetanlegur.”

Bryndís Steinunn í dag
Bryndís Steinunn í dag

Ávinningurinn fór fram úr væntingum

„Í byrjun skipti það öllu máli fyrir mér að lèttast en sá ávinningur sem èg hef hlotið heilsufarslega er gríðalegur. Minni verkir og þyngdartap ásamt því að læra á líkamann og hvernig hann bregst við fæðu sem èg borða,” segir Bryndís.

„Ég hef meira sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Hef líka töluvert meiri trú á sjálfri mèr. Ég er farin að hreyfa mig daglega, fer í göngutúra og ræktina og èg setti mèr markmið að fara uppá Esjuna í júní 2017 og èg stóð við það. Annað sem èg gerði er að èg skráði mig í förðunarnám, eitthvað sem mig hefur langað til að gera í 26 ár og útskrifaðist èg sem förðunarfræðingur í nóvember 2017. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mèr.”

„Ég hef lèst um 13 kg og haldið því sem sýnir að þetta er langtímalausn,” bætir Bryndís við.

Auglýsing

Bryndís segist vera á þeirri skoðun að það sé fátt dýrmætara en heilsan (og við erum svo sannarlega sammála því!)

„Þetta er ein besta fjárfesting sem èg hef gert um ævina. Maður á bara einn líkama og hann er sko alveg þess virði að eyða í. Þessi þjálfun bjargaði lífi mínu og það eru engar ýkjur.”

Fyrir áhugasama um þjálfun má sækja ókeypis leiðarvísi og uppskriftir með helstu fæðunni fyrir aukna orku og náttúrulega brennslu hér, en leiðarvísirinn er sýnishorn úr þjálfuninni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!